Carra: "Miklar framfarir"
Jamie Carragher telur að tímabilið sem nú er að klárast, muni teljast virkilega gott, takist liðinu að vinna FA bikarinn. Það að vera búnir að tryggja sér sæti í næstu undankeppni Meistaradeildar Evrópu, þegar þrjár umferðir eru ennþá eftir, séu merki um framfarir liðsins.
Carra: "Það að vera búnir að tryggja sér þriðja sætið svona snemma er gott afrek, sérstaklega þegar horft er til þess hversu erfitt það hefur verið að ná að komast í Meistaradeildina síðustu tímabil. Það að hækka sig um tvö sæti milli tímabila er merki um það hversu miklum framförum við höfum tekið. Vonandi náum við að hækka okkur um önnur tvö sæti á næsta tímabili.
Það að komast í Meistaradeildina hefur ekki verið svo auðvelt undanfarin ár, sérstaklega þar sem Arsenal, Manchester United og Chelsea hafa dóminerað Úrvalsdeildina, en núna hefur okkur tekist að komast í þennan hóp.
Hvað sem gerist gegn Chelsea í undanúrslitunum, þá höfum við átt gott tímabil, því við höfum verið mikið stöðugri núna. Auðvitað snýst þetta allt um að vinna bikara og það skiptir mestu máli. Ef við getum unnið FA bikarinn, þá verður þetta ennþá betra.
Ég man að á síðasta ári þá hugsaði ég með mér að það væru forlög okkar að vinna fyrsta úrslitaleikinn í Cardiff og síðan þann síðasta. Ég hélt að sá möguleiki væri farinn, en þar sem að spilað verður til úrslita núna á Cardiff í stað Wembley, þá gætu forlögin tekið í taumana fyrir okkur. Við höfum notið þess að spila í Cardiff, en ég hef aldrei spilað á Wembley, þannig að ég vonast til að fá tækifæri til að spila þar í framtíðinni. Við getum samt ekki farið að spá of langt fram í tímann, spilum þennan undanúrslitaleik fyrst.
Fyrir utan árið 2001, þá höfum við ekki komist í 8 liða úrslit, undanúrslit og hvað þá í úrslitaleikinn í bikarnum. Við höfum alltaf staðið okkur betur í Carling Cup.
Ég man að Gerard (Houllier) sagði árið 2001 hversu miklu meira máli FA bikarinn skipti fyrir ensku leikmennina, en hann var þá að meina það í samanburði við UEFA bikarinn. Allir erlendu leikmennirnir okkar hafa vaxið úr grasi við að horfa á þessa keppni í sjónvarpinu og vita því hversu mikilvæg hún er. Margir munu telja að það lið sem vinnur á sunnudaginn muni vinna keppnina. En þetta er aldrei svo einfalt mál."
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur