Erfitt verkefni
Steven Gerrard telur mjög erfitt verkefni bíða Evrópumeistaranna, í undanúrslitum F.A. bikarsins, á Old Trafford á morgun. Hann segir að til að vinna Chelsea þá verði Liverpool að snúa taflinu við frá fyrri fjórum leikjum liðanna á þessari leiktíð. Chelsea hefur unnið tvo þeirra og tvívegis hefur orðið jafntefli.
,,Það lið sem vinnur þennan leik á eftir að eiga mjög góða möguleika að vinna keppnina. Það er því til mikils að vinna fyrir bæði liðin. Í herbúðum beggja liggur fyrir að liðin eru bara tveimur sigrum frá því að vinna stórtitil.
Það er mjög erfitt að leika gegn þeim. Við berum mikla virðingu fyrir þeim og ég veit að þeir bera virðingu fyrir okkur. Þó svo að við höfum ekki alltaf náð góðum úrslitum gegn þeim, og þá sérstaklega á þessari leiktíð, þá hafa bara smæstu atriði skilið á milli. Við höfum gert nokkur mistök sem þeir hafa refsað okkur fyrir. Við sýndum, í undanúrslitunum í fyrra, að við erum lið í fremstu röð og við viljum fyrir alla muni ná slíkum leik aftur."
Steven Gerrard, sem varð bikarmeistari árið 2001, lék ekki með Liverpool í páskasigrinum gegn Blackburn Rovers vegna smávægilegra meiðsla. Hann er orðinn leikfær og mun örugglega leiða Liverpool til leiks á Old Trafford síðdegis á morgun.
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!