Fyrirliðinn hvetur til að verkið verði klárað í Cardiff
Steven Gerrard gleðst yfir sigrinum gegn Chelsea en hvetur um leið til þess að Liverpool ljúki verkinu með því að vinna F.A. bikarinn í Cardiff. Úrslitaleikurinn verður við annað hvort Middlesborough eða West Ham United. Nái Liverpool að vinna þá verður það sjöundi sigur liðsins í keppninni. Steven hafði þetta að segja eftir hinn magnaða sigur gegn Chelsea á Old Trafford í dag.
,,Verkinu er enn ekki lokið. Við eigum stórleik framundan þann 13. maí. Nú verðum við að vinna þennan bikar. Það verður annar erfiður leikur en ef við leikum eins vel og við getum þá eigum við góða möguleika á að vinna þann leik."
Steven virtist vera mjög þreyttur á lokamínútunum gegn Chelsea og ekki bætti úr að hann fékk krampa. En hvað fannst honum um þennan sæta sigur.
,,Mér fannst við verðskulda sigur okkar gegn Chelsea. Við vorum betri í fyrri hálfleik og reyndar fannst mér við vera betri fyrsta klukkutímann í leiknum. Þá kom orrahríðin og við áttum von á henni því þeir hafa frábæru liði á að skipa. Það olli okkur vonbrigðum að við skyldum fá mark á okkur því það gerði okkur erfiðara fyrir. En við héldum út. Við vorum allir þreyttir undir lokin og þegar viðbótartíminn hófst kallaði Carra til okkar og sagði að við þyrftum allir að standa saman."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!