Nú lék enginn vafi á!
Allt frá því Luis Garcia skoraði sigurmarkið gegn Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta vori hefur Jose Mourinho, framkvæmdastjóri Chelsea, sagt að boltinn hafi aldrei farið yfir línuna. Jose er alltaf af og til að tala um markið sem kom Liverpool í úrslitaleikinn og leiddi til fimmta Evrópubikarsigurs Liverpool. Portúgalinn lifir sannarlega enní þeirri trú að þetta mark Luis Garcia hafi ekki átti að dæmast gott og gilt.
Nú um helgina skoraði Luis aftur dýrmætt mark þegar þegar hann skoraði mark sem tryggði annan undanúrslitasigur Liverpool á Chelsea á rétt rúmu ári. Luis skoraði þá fallegt mark með skoti rétt utan vítateigs. Boltinn sveif í fallegum boga yfir Carlo Cudicini og í markið. Boltinn þandi netmöskvana og nú lék ekki nokkur vafi á að boltinn fór inn fyrir marklínuna og vel það. En Jose fann samt fjölda afsakanna til að gera lítið úr sigri Liverpool. Luis er orðinn þreyttur á umræðum um markið sem hann skoraði í fyrra. Hann var því skiljanlega mjög ánægður með markið sem hann skoraði á Old Trafford um helgina.
,,Það er ekki hægt að segja annað en nú hafi ekki leikið neinn vafi á því að boltinn hafi farið yfir marklínuna. Það hefur verið svolítið leiðinlegt að það er alltaf verið að tala um það mark en ég hef ekki látið það fara í taugarnar á mér. En nú er ég búinn að skora aftur á móti Chelsea.
Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur. Leikir gegn Chelsea eru alltaf erfiðir. En við erum komnir í úrslitaleik og við stefnum á að vinna annan eftirsóknarverðan bikar. Ég var ánægður með hvernig mér tókst að skora markið mitt. Það var mikilvægt að skora vegna þess að ég var búinn að misnota nokkur marktækifæri áður en mér tókst að skora. Allir leikir okkar við Chelsea hafa verið jafnir. Reyndar töpuðum við einum 4:1 en hinir hafa allir verið jafnir og erfiðir. Þetta snýst allt um að skora þegar marktækifærin gefast. Ég verð að viðurkenna að þegar Joe Cole fékk færið og misnotaði það þá minnti það mig á þegar Eiður Smári Guðjohnsen misnotaði færi mjög seint í undanúrslitaleiknum í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð."
Líklega er Jose Mourinho búinn að fá nóg af Luis Garcia en stuðningsmenn Liverpool kunna vel að meta þenna snjalla Spánverja sem hefur skorað svo mörg mikilvæg mörk fyrir Liverpool. Líklega eru þó mörkin tvö gegn Chelsea þau mikilvægustu sem hann hefur skorað. Að minnsta kosti hefur öðrum mörkum hans fyrir Liverpool ekki verið fagnað innilegar!!
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur