Ferð á úrslitaleikinn?
Það hafa hrúgast inn fyrirspurnir er varða ferð á leik Liverpool og West Ham í úrslitum FA bikarsins sem fram fer þann 13. maí nk. Það er nokkuð pottþétt mál að klúbburinn sem slíkur mun ekki fá miða á sjálfan leikinn, enda fá ársmiðahafar algjöran forkaupsrétt á miðunum. Það er þó verið að reyna að redda miðum með öðrum leiðum og hefur þó nokkuð orðið ágengt í því.
Möguleiki er á því að fara með um 50 manns á leikinn, en sá galli er á gjöf Njarðar að verðið er ansi hátt. Því förum við þá leið að þessu sinni að kanna áhugann svona fyrirfram, þannig að hægt sé að ákvarða með það hvort farið verði af stað með svona hópferð. Verðið gæti orðið í kringum 100-120 þús. krónur á manninn í tvíbýli.
Stofnaður hefur verið umræðuþráður á spjallborði klúbbsins um þetta og viljum við hvetja þá sem á annað borð eru að spá í að skella sér á þetta dæmi, að láta vita þar inni svo hægt sé að ákveða hvort af þessu verður.
Hægt er að smella hérna til að komast inn á umræðuþráðinn.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!