| Sf. Gutt

Forsýning fyrir bikarúrslitaleikinn

Það var merkileg tilviljun að fyrsti leikur Liverpool og West Ham United, eftir að liðin tryygðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum, skyldi vera á milli liðanna sjálfra. Leikurinn verður því nokkurs konar forsýning fyrir bikarúrslitaleikinn. Samt getur hann varla talist almennileg forsýning því trúlega teflir Rafael Benítez fram nokkuð öðru liði en því sem mun ganga til leiks á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff þann 13. maí. En víst er að sumir sparkspekingar munu rýna í hvernig leikurinn í kvöld gengur fyrir sig og hefja svo upp tilgátur fyrir úrslitaleikinn.

Það hefur spurt úr herbúðum Liverpool að einhverjir af fastamönnum liðsins verði hvíldir í kvöld. Samt verður Liverpool að leika til sigurs því liðið á enn smá möguleika á að ná öðru sæti deildarinnar. Rafael Benítez hefur líka lýst því yfir að Liverpool muni reyna að vinna alla leikina sem eftir eru á þessari leiktíð. Fyrsta sætið er víst fræðilega úr sögunni enn eina leiktíðina. En á meðan nokkur möguleiki er að ná öðru sæti deildarinnar þá verður sótt að því.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan