| AB

Djibril Cissé vonast eftir því að spila í Cardiff

Djibril Cissé skoraði tvö mörk gegn West Ham United á miðvikudagskvöldið og vonast til að frammistaða sín hafi sannfært Rafa um að setja hann í byrjunarliðið í bikarúrslitaleiknum.

"Ég var ánægður með að skora tvö mörk og það var mikilvægt fyrir okkur að fá þrjú stig gegn sterku liði West Ham og halda áfram í baráttunni við Manchester United um annað sætið. Það var líka gott fyrir mig að skora þessi mörk þar sem aðeins nokkrar vikur eru í úrslitaleikinn. Ég naut þess að vera aftur í byrjunarliðinu og er staðráðinn í að gera mitt besta þegar ég spila.

Það er frekar líklegt að Luis Garcia verði í banni í úrslitaleiknum sem eykur möguleika Cissé á sæti í byrjunarliðinu. Cissé segir það vera satt en tekur skýrt fram að hann voni að Luis Garcia geti leikið í úrslitaleiknum: "Mér fannst rauða spjaldið harður dómur. Það hefði verið nóg að gefa þeim gult og vara þá við. Ég vona að það sé hægt að gera eitthvað í þessu máli því að hann er fínn náungi. Hann var niðurdreginn í búningsklefanum eftir leikinn og við reyndum að létta hans lund eins og samherjar verða að gera þegar eitthvað bjátar á."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan