Af furðulegri miðaúthlutun
Mikil óánægja er meðal stuðningsmanna Liverpool með það hvernig Enska knattspyrnusambandið úthlutar miðum á úrslitaleik Ensku bikarkeppninnar. Nú liggur fyrir að Liverpool og West Ham United fá 24.436 miða í sinn hlut. Meðalaðsókn Liverpool á Anfield Road á þessari leiktíð er um 44.000. Það er því ljóst að að hátt í helmingur stuðningsmanna Evrópumeistaranna, sem hafa sótt heimaleiki liðsins á leiktíðinni, mun ekki fá miða á leikinn. Stuðningsmenn West Ham United eru í sömu sporum en þó eru þeir betur staddir þar sem færri sækja heimaleiki þeirra en Liverpool. En hátt í þriðjungur miðanna er ætlaður öðrum en stuðningsmönnum félaganna sem leika um bikarinn. Segi og skrifa hátt í þriðjungur!
Árþúsundaleikvanguinn í Cardiff tekur rúmlega 70.000 áhorfendur. Þá má spyrja hverjir fá hina 20.000 miðana sem út af standa þegar úrslitaliðin eru búin að fá sinn skammt? Svarið mun vera að Enska knattspyrnusambandið úthlutar stórum hluta þeirra til styrktaraðila og velunnara. Þetta finnst stuðningsmönnum Liverpool blóðugt. Ekki síst vegna þess að félagið fékk úthlutað 30.000 miðum fyrir undanúrslitaleikinn við Chelsea á Old Trafford. Á þann leik skiptist næstum allir miðarnir á milli liðanna sem spiluðu leikinn. Það voru rétt rúmlega 64.000 áhorfendur á þeim leik.
Það er því ljóst að miðarnir á úrslitaleikinn í Cardiff verða gríðarlega eftirsóttir. Ekki að það sé nein nýlunda að miðar á úrslitaleik F.A. bikarsins séu eftirsóttir. En það er hart að stuðningsmenn Liverpool eigi ekki kost á fleiri miðum. Það sannast hér, sem oft á seinni árum, að hagur hins almenna stuðningsmanns er oftar og oftar fyrir borð borinn. En fyrir einhverja tvo lánsama þá er hér möguleiki á tveimur miðum!
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna