| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Steven Gerrard í skýjunum
Steven Gerrard rauf tuttugu marka múrinn á tímabilinu gegn Aston Villa á laugardaginn en hann sagði að það væri engu að síður fjórum mörkum minna en takmarkið sem Rafa Benitez setti honum á tímabilinu.
Steven hefur nú skorað 21 mark á tímabilinu eftir mörkin tvö á laugardaginn. Hann er fyrsti miðjumaður Liverpool til að rjúfa tuttugu marka múrinn síðan John Barnes var uppá sitt besta. Fyrirliðinn er vissulega ánægður með að vera kominn með svona mörg mörk en hann segir aðalatriðið vera það að liðið taki þetta sjálfstraust með sér yfir á næsta tímabil.
,,Við höfum unnið 10 leiki í röð, átta í deildinni og það er form sem meistarar geta státað af. Það er hugmyndin núna, að halda þessum stöðugleika áfram yfir á næsta tímabil."
,,Við berjumst til enda fyrir öðru sætinu en Manchester United hljóta að vera líklegri því þeir eiga tvo heimaleiki eftir."
,,Við vissum áður en leikurinn gegn Aston Villa hófst að þeir höfðu tapað fyrir Chelsea og það dreif okkur áfram. Það var mikilvægt að setja smá pressu á þá."
Hann bætti við: ,,Ég bjóst ekki við því að ég myndi skora svona mörg mörk. Sem miðjumaður setur maður sér það markmið að komast í tveggja stafa tölu á hverju tímabili. Ég náði því markmiði snemma og Rafa sagði mér að hann vildi sjá 25 mörk frá mér."
,,Ég býst þá við því að ég þurfi að skora fjögur mörk í síðustu tveimur leikjunum því annars hefur mér mistekist."
,,Við erum að verða betri og betri. Rafa er að bæta hópinn og liðið og maður sér það á framförum okkar frá síðasta tímabili að við erum að stefna að einhverju. Ef við höldum áfram að bæta okkur verðum við í baráttu um titilinn."
Um mörkin gegn Aston Villa hafði Gerrard þetta að segja: ,,Seinna markið var eitt af mínum bestu mörkum, það er alveg öruggt. Ég vissi um leið og ég hitti boltann að ég hafði hitt hann vel."
,,Við náðum góðri byrjun en slökuðum svo á og urðum kærulausir og hleyptum Villa inní leikinn aftur. En við brugðumst rétt við jöfnunarmarki þeirra og næstu tvö mörk komu á mikilvægum tíma. Eftir það var þetta þægilegt."
Steven hefur nú skorað 21 mark á tímabilinu eftir mörkin tvö á laugardaginn. Hann er fyrsti miðjumaður Liverpool til að rjúfa tuttugu marka múrinn síðan John Barnes var uppá sitt besta. Fyrirliðinn er vissulega ánægður með að vera kominn með svona mörg mörk en hann segir aðalatriðið vera það að liðið taki þetta sjálfstraust með sér yfir á næsta tímabil.
,,Við höfum unnið 10 leiki í röð, átta í deildinni og það er form sem meistarar geta státað af. Það er hugmyndin núna, að halda þessum stöðugleika áfram yfir á næsta tímabil."
,,Við berjumst til enda fyrir öðru sætinu en Manchester United hljóta að vera líklegri því þeir eiga tvo heimaleiki eftir."
,,Við vissum áður en leikurinn gegn Aston Villa hófst að þeir höfðu tapað fyrir Chelsea og það dreif okkur áfram. Það var mikilvægt að setja smá pressu á þá."
Hann bætti við: ,,Ég bjóst ekki við því að ég myndi skora svona mörg mörk. Sem miðjumaður setur maður sér það markmið að komast í tveggja stafa tölu á hverju tímabili. Ég náði því markmiði snemma og Rafa sagði mér að hann vildi sjá 25 mörk frá mér."
,,Ég býst þá við því að ég þurfi að skora fjögur mörk í síðustu tveimur leikjunum því annars hefur mér mistekist."
,,Við erum að verða betri og betri. Rafa er að bæta hópinn og liðið og maður sér það á framförum okkar frá síðasta tímabili að við erum að stefna að einhverju. Ef við höldum áfram að bæta okkur verðum við í baráttu um titilinn."
Um mörkin gegn Aston Villa hafði Gerrard þetta að segja: ,,Seinna markið var eitt af mínum bestu mörkum, það er alveg öruggt. Ég vissi um leið og ég hitti boltann að ég hafði hitt hann vel."
,,Við náðum góðri byrjun en slökuðum svo á og urðum kærulausir og hleyptum Villa inní leikinn aftur. En við brugðumst rétt við jöfnunarmarki þeirra og næstu tvö mörk komu á mikilvægum tíma. Eftir það var þetta þægilegt."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan