Luis valinn maður undanúrslita F.A. bikarsins
Sans Luis Garcia var valinn Maður undanúrslita F.A. bikarsins í vefkosningu á heimasíðu Enska knattspyrnusambandsins. Eftir hverja umferð er valinn einn leikmaður sem þótt hefur skara framúr. Luis átti stórleik í liði Evrópumeistaranna gegn Chelsea og skoraði markið sem tyggði Liverpool 2:1 sigur og sæti í úrslitaleiknum. Luis var tilnefndur ásamt þremur öðrum leikmönnum. Hann hlaut yfirburðakosningu og fékk 37% af þeim 49.714 atkvæðum sem greidd voru.
Félagi Luis, Steven Gerrard, var valinn besti leikmaður sjöttu umferðar og Jamie Carragher var valinn sá besti í fimmtu umferð. Þetta er í fyrsta sinn sem leikmenn frá sama félagi eru valdir bestu menn þriggja umferða í röð. Luis fær viðurkenningu og frímiða á úrslitaleikinn. Þar verður hann og aðrir þeir sem hafa verið valdir í öðrum umferðum keppninnar kynntir fyrir áhorfendum í leikhléi. Reyndar ætlaði Luis sér auðvitað að vera kynntur fyrir áhorfendum fyrir leikinn en það er nú útséð um það! Hann fær auk þess 1.000 sterlingspunda vöruúttekt, frá íþróttavörframleiðandanum UMBRO, sem hann á að ráðstafa til einhvers góðs málefnis. Luis var mjög vel að því kominn að vera valinn besti leikmaður þessarar umferðar og vonandi á hann eftir að fagna sigri á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff!
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna