Handagangur í öskjunni
Stuðningsmenn Liverpool hafa myndað langar biðraðir fyrir utan Anfield í dag í von um að næla sér í miða á úrslitaleik F.A. bikarkeppninnar. Færri munu þó fá en vilja. Þeir fyrstu komu sér fyrir við leikvanginn strax í nótt til að vera öruggir um að ná sér í einn af miðunum eftirsóttu! Biðröðin náði í kringum leikvanginn og fólk beið líka í nærliggjandi götum. Liverpool og West Ham United fengu úthlutað rétt rúmlega 24.000 miðum á leikinn. Ljóst er að Liverpool hefði getað selt miklu fleiri miða á leikinn enda hafa að jafnaði verið um 44.000 áhorfendur á hverjum einasta heimaleik Evrópumeistaranna á leiktíðinni.
Heimildarmaður minn í borginni segir mér að miðar á leikinn séu eftirsóttir eins og gull. Þeir eru líka farnir að ganga kaupum og sölum fyrir tugi ef ekki hundruði þúsunda á svarta markaðinum og á veraldarvefnum. Eitthvað segir mér þó að stuðningsmenn Liverpool verði eitthvað fleiri en 24.000 þegar allir verða komnir inn á Árþúsundaleikvanginn í Cardiff þann 13. maí!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!