Mauricio Pellegrino hafnaði Liverpool
Mauricio Pellegrino sem kom frá Valencia og lék 13 leiki með Liverpool á síðustu leiktíð, hafnaði tilboði Liverpool um að taka við varaliði félagsins af Paco Herrera. Argentínumaðurinn hefur ávallt verið í miklum metum hjá Benítez ef marka má bók Paco Lloret um Rafa þar sem kemur fram að Mauricio hafi verið augu og eyru Rafa inná á vellinum hjá Valencia.
Mauricio Pellegrino náði ekki að aðlagast hraðanum í enska boltanum en Rafa efast greinilega ekki um skipulagshæfileika hans frekar en fyrri daginn. En Mauricio valdi fremur að spila eina leiktíð í viðbót með Alaves áður en hann myndi leggja skóna á hilluna. Það verður fróðlegt að sjá hvern Rafa ræður í starfið.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna