Robson vonast til að halda Kirkland
Bryan Robson, knattspyrnustjóri West Brom, hefur lýst því yfir að hann vilji halda Chris Kirkland hjá West Brom og kaupa hann eftir tímabilið.
Kirkland er búinn að vera á lánssamningi hjá West Brom allt tímabilið en eins og svo oft áður hefur Kirkland verið mikið meiddur á tímabilinu og hann hefur því ekki náð að festa sig í sessi sem fyrsti markmaður félagsins.
Rafael Benitez hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að selja Kirkland og Robson segir að hann vilji ólmur setjast að samningaborði við Liverpool og ganga frá kaupunum.
,,Chris hefur sýnt frábært viðmót," sagði Robson. "Hann hefur komið sterkur inn blandast vel við strákana í liðinu."
,,Hann hefur verið að æfa með okkur þrátt fyrir að hann geti ekki varið mark útaf brotnum fingri."
,,Hann hefur sýnt klúbbnum skuldbindingu og málið er í þannig stöðu að við reynum að sjá hvort við getum ekki keyrt þetta áfram."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!