Mark spáir í spilin
Þá er komið að lokaumferð deildarkeppninnar. Enn er að nokkru að keppa því Evrópumeistararnir geta náð öðru sæti deildarinnar. Það þarf þó ýmislegt að ganga upp til að sú niðurstaða fáist. Í fyrsta lagi þá þarf Liverpool að leggja Portsmouth að velli á Fratton Park. Charlton þarf svo að ná jafntefli eða sigri gegn Manchester United á Old Trafford. Einfalt mál ekki satt!
En til að annað sætið geti fallið Liverpool í skaut þá þarf Liverpool að vinna leikinn við Portsmouth. Liverpool hefur vissulega unnið á Fratton Park á þessari leiktíð. Liðið sótti sigur á suðurströndina í F.A. bikarnum í lok janúar. Sama uppskrift kæmi sér vel á sunnudaginn! Það er vor í lofti á suðurströndinni og það verður erfiðara að sækja sigur þamgað núna. Þegar Liverpool lagði Portsmouth í skammdeginu var endurkoma Pompey ekki hafin. Liðið er búið að leika frábærlega á síðustu vikum og falldraugurinn var kveðinn niður áður en hann gerði skaða.
Bikarúrslitaleikurinn stendur fyrir dyrum og það er spurning hvaða liði Rafel teflir fram á sunnudaginn. Ekki má nú missa fleiri menn í leikbann og ekki væri gott ef lykilmenn myndu meiðast. Það er þó næsta víst að Robbie Fowler fær að spila. Hann er nú búinn að fá árs viðbót við samninginn sem hann gerði í lok janúar. Hann mun því fá sérlega innilegar viðtökur hjá stuðningsmönnum Liverpool. Hver veit nema hann haldi upp á samninginn með marki eða þá mörkum!
Portsmouth v Liverpool
Ég gæti trúað því að þetta gæti orðið nokkuð skemmtilegur leikur því Liverpool mun ekki stilla upp sínu sterkasta liði þar sem úrslitaleikur F.A. bikarsins er framundan. Portsmouth hefur snúið við blaðinu á frábæran hátt upp á síðkastið. Það verður trúlega hátíðarstemmning á Fratton Park fyrst liðinu tókst að forðast fall þegar vika var enn eftir af leiktíðinni.
Úrskurður: Portsmouth v Liverpool 2:2.
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu