| Grétar Magnússon
Liverpool unnu í dag sinn ellefta leik í röð í öllum keppnum. Sigurinn var hinsvegar dýrkeyptur því ekki er víst að Xabi Alonso geti tekið þátt í úrslitaleik FA bikarsins á laugardaginn. Spánverjinn sneri sig á ökkla í fyrri hálfleik og var borinn útaf.
Alonso fer í skoðun á Melwood á morgun og þá verður vitað nánar hvort að hann verði klár í leikinn. Honum finnst hinsvegar sjálfum að meiðslin séu ekki það alvarleg og að hann verði búinn að ná sér í tíma.
Rafael Benitez hafði þetta að segja eftir leikinn: ,,Xabi telur að hann verði klár fyrir úrslitaleikinn en við verðum að bíða og sjá hvað kemur út úr skoðuninni á morgun."
,,Það mikilvægasta í dag var að við héldum áfram að vinna. Við hljótum að vera ánægðir með árangur liðsins á þessu tímabili en við vitum að við þurfum að bæta okkur á næsta ári ef við ætlum að vinna titilinn."
,,Að ná 82 stigum er frábært og við erum mun nær Chelsea. Við teljum okkur geta gert meira á næsta tímabili og við höfum meira sjálfstraust."
TIL BAKA
Góður sigur en dýrkeyptur

Alonso fer í skoðun á Melwood á morgun og þá verður vitað nánar hvort að hann verði klár í leikinn. Honum finnst hinsvegar sjálfum að meiðslin séu ekki það alvarleg og að hann verði búinn að ná sér í tíma.
Rafael Benitez hafði þetta að segja eftir leikinn: ,,Xabi telur að hann verði klár fyrir úrslitaleikinn en við verðum að bíða og sjá hvað kemur út úr skoðuninni á morgun."
,,Það mikilvægasta í dag var að við héldum áfram að vinna. Við hljótum að vera ánægðir með árangur liðsins á þessu tímabili en við vitum að við þurfum að bæta okkur á næsta ári ef við ætlum að vinna titilinn."
,,Að ná 82 stigum er frábært og við erum mun nær Chelsea. Við teljum okkur geta gert meira á næsta tímabili og við höfum meira sjálfstraust."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan