Ekkert mun trufla einbeitingu okkar
Steven Gerrard segir að hann og liðsfélagar hans munu ekki láta utanaðkomandi fréttir hafa áhrif á sig fyrir úrslitaleikinn gegn West Ham á laugardaginn.
Ný jakkaföt, miðavandræði og endalaus viðtöl við hina ýmsu miðla er stór hluti af undirbúningi fyrir stórleik sem þennan og jafn fastur liður og lagið Abide With Me sem sungið er á vellinum fyrir leik.
Gerrard segir hinsvegar að þetta sé ekkert stórmál og bendir á að það mikilvægasta fyrir þennan leik í hans huga sé andlegur undirbúningur.
,,Að láta mæla sig í bak fyrir útaf nýjum jakkafötum og endalausar spurningar um miða er stór hluti af því að vera í úrslitum FA bikarsins," sagði Gerrard.
,,Fólk sem ég var með í skóla og hef ekki talað við í 10 ár hefur haft samband og það er ekki bara að biðja um einn miða, allir vilja fjóra eða fimm !"
,,Að útvega öllum miða er ómögulegt þannig að ég er búinn að skipta um farsímanúmer. Hvað fötin varðar er mér nokk sama hvernig þau eru, svo lengi sem þau eru ekki kremlituð !"
,,Það gengur mikið á í vikunni fyrir leik, viðtöl við fjölmiðla o.fl. en það er ekki mikilvægt fyrir okkur leikmenn. Það sem er mikilvægt er að við náum okkur niður þannig að við séum tilbúnir fyrir leikinn á laugardaginn."
,,Sem fyrirliði er það á minni ábyrgð að hjálpa strákunum eins mikið og ég get. Við höfum reynslu af undirbúningi fyrir svona leik síðan 2001 og við verðum að nýta okkur þá reynslu fyrir leikinn á laugardaginn."
,,Staðan er aðeins öðruvísi nú því að West Ham eru álitnir veikari á pappírnum. Við munum sýna þeim mikla virðingu en við ætlum að fara til Cardiff til að klára verkið."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!