| Grétar Magnússon

Cisse vill ekki fara

Djibril Cisse trúir því að hann verði áfram leikmaður Liverpool á næsta tímabili og setur sér það markmið að klára tímabilið með sigri í FA bikarnum og reyna að koma sér í landsliðshóp Frakka fyrir HM.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Cisse á þessu tímabili en Cisse segist ánægður með að hafa skorað 18 mörk á tímabilinu og vill leggja hart að sér til að verða byrjunarliðsmaður á næsta tímabili.

,,Mín framtíð er nú þegar ráðin," sagði Cisse.  "Ég á ennþá þrjú ár eftir af samningi mínum hér og ég held að framtíð mín liggi hér."

,,Ég hef haldið áfram og barist fyrir mínu.  Ég vildi ekki fara frá félaginu eftir eitt ár.  Það hefðu verið mistök."

,,Ég er ánægður með tímabilið, ég er búinn að skora 18 mörk jafnvel þó að ég hafi verið að spila á hægri kanti, ég held að þetta hafi verið gott tímabil."

,,Það sem er merkilegast í þessu er að markafjöldi minn er næstum hærri heldur en fjöldi leikja þar sem ég hef verið í byrjunarliði."

,,Ég hef spilaði í tveim eða þremurm mismunandi stöðum þannig að ég er orðinn fjölhæfari.  Ég er að verjast betur, en ég þarf að vinna betur í þeim málum og ég hef einnig bætt fyrirgjafir mínar."

,,Að hafa ekki spilað sem framherji gæti hafa hjálpað mér því ef það er ekki pláss fyrir fleiri framherja í franska landsliðinu."

,,Ég efast aldrei, ég veit hverjir mínir styrkleikar eru.  Ég vil berjast fyrir því að komast á HM og ég mun berjast fyrir því að komast í 23 manna hóp Frakka.  Ég segi það enn og aftur, ég efast ekki um mig."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan