| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Þetta er minn fyrsti úrslitaleikur
Harry Kewell hefur svo sannarlega spilað úrslitaleik með Liverpool áður, eins og flestir þeir sem fylgjast með fótbolta vita. Kewell segir hinsvegar að minningarnar sem hann á frá fyrri úrslitaleikjum með Liverpool séu það sársaukafullar að hann vilji ekki hugsa um þær.
Síðasta heimsókn Harry Kewell til Cardiff endaði illa svo ekki sé minnst á þátttöku hans í Istanbul í úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra. Orðspor Kewells var í rúst eftir að hann haltraði útaf í báðum þessum leikjum.
,,Það má segja að, ef maður lítur á málið frá ákveðinni hlið, að þetta sé minn fyrsti úrslitaleikur." Sagði Kewell.
,,Tímabilið hefur verið í góðu lagi hjá mér. Ef ég hefði skorað aðeins fleiri mörk væri ég ánægðari. Vonandi fer allt vel um helgina og ég vona að mér finnst ég hafa átt stóran þátt í sigri ef hann vinnst."
,,Ég er ennþá minntur á hvað gerðist í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni. En ég hef snúið blaðinu við, það var eitthvað sem ég varð að gera. Maður verður að gleyma fortíðinni. Jafnvel þó að fortíðin hafi verið yndisleg, að vera hluti af þessum sigri, persónulega séð var þetta ekki skemmtileg lífsreynsla. Nú er stórleikur framundan sem mun verða skemmtileg reynsla fyrir mig."
,,Ég trúði því alltaf að ég myndi fá tækifærið aftur. Ef maður vill halda áfram að spila fyrir stórt félag eins og Liverpool verður maður að leggja hart að sér og æfa vel til að komast í úrslitaleiki."
,,Ég varð fyrir smávægilegum vonbrigðum með sjálfan mig í undanúrslitunum vegna þess að ég þurfti að fara af leikvelli með smávægileg meiðsli. Ég fann mig vel og andrúmsloftið var frábært."
Síðasti Ástralinn sem gerði garðinn frægan með Liverpool í úrslitaleik með Liverpool og Kewell vonar að Johnston veiti honum innblástur en Kewell horfði oft á Johnston spila þegar hann var ungur.
,,Ég man vel eftir Craig Johnston hlaupandi upp og niður kantinn með Liverpool. Hann var frábær leikmaður og ég veit að hann skoraði í úrslitaleik. Það er erfitt að reyna að endurtaka það en ef tækifærið gefst vona ég að ég geti gert það sem hann gerði."
,,Ég hef ekki komist lengra í FA Bikarnum. Þetta er eitthvað sem maður stefnir að sem strákur."
,,Meistaradeildin er sennilega það stærsta í fótboltanum en FA Bikarinn kemst ansi nálægt því allir fylgjast með þeim leik."
Síðasta heimsókn Harry Kewell til Cardiff endaði illa svo ekki sé minnst á þátttöku hans í Istanbul í úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra. Orðspor Kewells var í rúst eftir að hann haltraði útaf í báðum þessum leikjum.
,,Það má segja að, ef maður lítur á málið frá ákveðinni hlið, að þetta sé minn fyrsti úrslitaleikur." Sagði Kewell.
,,Tímabilið hefur verið í góðu lagi hjá mér. Ef ég hefði skorað aðeins fleiri mörk væri ég ánægðari. Vonandi fer allt vel um helgina og ég vona að mér finnst ég hafa átt stóran þátt í sigri ef hann vinnst."
,,Ég er ennþá minntur á hvað gerðist í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni. En ég hef snúið blaðinu við, það var eitthvað sem ég varð að gera. Maður verður að gleyma fortíðinni. Jafnvel þó að fortíðin hafi verið yndisleg, að vera hluti af þessum sigri, persónulega séð var þetta ekki skemmtileg lífsreynsla. Nú er stórleikur framundan sem mun verða skemmtileg reynsla fyrir mig."
,,Ég trúði því alltaf að ég myndi fá tækifærið aftur. Ef maður vill halda áfram að spila fyrir stórt félag eins og Liverpool verður maður að leggja hart að sér og æfa vel til að komast í úrslitaleiki."
,,Ég varð fyrir smávægilegum vonbrigðum með sjálfan mig í undanúrslitunum vegna þess að ég þurfti að fara af leikvelli með smávægileg meiðsli. Ég fann mig vel og andrúmsloftið var frábært."
Síðasti Ástralinn sem gerði garðinn frægan með Liverpool í úrslitaleik með Liverpool og Kewell vonar að Johnston veiti honum innblástur en Kewell horfði oft á Johnston spila þegar hann var ungur.
,,Ég man vel eftir Craig Johnston hlaupandi upp og niður kantinn með Liverpool. Hann var frábær leikmaður og ég veit að hann skoraði í úrslitaleik. Það er erfitt að reyna að endurtaka það en ef tækifærið gefst vona ég að ég geti gert það sem hann gerði."
,,Ég hef ekki komist lengra í FA Bikarnum. Þetta er eitthvað sem maður stefnir að sem strákur."
,,Meistaradeildin er sennilega það stærsta í fótboltanum en FA Bikarinn kemst ansi nálægt því allir fylgjast með þeim leik."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur
Fréttageymslan