Spennandi leikur í uppsiglingu
Það er óhætt að segja að spennan magnist með hverri klukkustundinni sem líður. Bikarúrslitaleikurinn í Cardiff hefst klukkan þrjú að staðartíma í dag. Í herbúðum beggja liða fer allt að verða til reiðu. Leikmenn Liverpool æfðu í síðasta sinn á Melwood í gærmorgun áður en liðið hélt til Cardiff.
Einhverjir stuðningsmenn Liverpool eru nú þegar komnir til Cardiff en meginhluti þeirra heldur til borgarinnar á leikdegi. Vandamálið sem skapaðist vegna stolinna miða hefur sett strik í reikninginn hjá stuðningsmönnum Liverpool og líklega munu einhvrjir missa af leiknum af þeim sökum. Forráðamenn Liverpool hafa þó gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til að útvega hinum ólánsömu miða. En leikmenn Liverpool munu þó geta reitt sig á stuðning Tólfta mannsins. Þeir sem verða á stæðunum munu bara syngja hærra fyrir þá sem hugsanlega hafa ekki komist.
Evrópumeistararnir eru taldir sigurstranglegri en þar á bæ varast menn að vanmeta West Ham United. Leikmenn Liverpool eru samt staðráðnir í að vinna Ensku bikarkeppnina í sjöunda sinn. Þeir hafa yfirstigið hverja hindrunina af annarri á leið sinni til Cardiff. Nú bíður sú síðasta. Eins og allir muna vann Liverpool fyrsta úrslitaleikinn um F.A. bikarinn sem fram fór í Wales. Það væri sérlega gaman ef liðið endaði síðasta úrslitaleikinn um Enska bikarinn í Cardiff með sigri í dag. Veitum nú okkar mönnum allan þann stuðning sem við getum. Upp með trefla og fána. You´ll Never Walk Alone!!!!!!!
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur