Lykilatriði
Það er margt sem hefur áhrif á úrslit knattspyrnuleikja. Það skiptir engu hvaða leikur það er sem í hlut á. Það er ljóst að menn munu berjast út um allan völl í Cardiff í dag. Í dagblaðinu Daily Mail var farið í saumana á þremur einvígjum sem gætu skipt sköpum í rimmunni um Enska bikarinn.
Peter Crouch v Danny Gabbidon
Peter Crouch átti erfitt updráttar framan af ferli sínum hjá Liverpool eftir að hafa verið seldur þangað frá Southampton fyrir sjö milljónir sterlingspunda fyrir ári. En hann hefur náð sér á strik eftir að hann baut ísinn í markaskorun. Hann hefur nú skorað þrettán mörk fyrir Liverpool á leiktíðinni og eitt að auki fyrir enska landsliðið.
Danny Gabbidon er búinn að vera einn af bestu leikmönnum West Ham á leiktíðinni. Á meðan hann lék með Cardiff var lengi búið að spá því að hann myndi ganga til liðs í Úrvalsdeildinni en það gerðist ekki fyrr en á þessari leiktíð. Á þessari fyrstu leiktíð sinni í þeirri deild hefur hann sýnt að hann á vel heima þar.
Steven Gerrard v Nigel Reo-Coker
Fyrirliðinn Steven Gerrard drífur Liverpool áfram með því að fara fyrir með góðu fordæmi í hjara miðjunnar. Framganga hans gerði það mögulegt að Liverpool vann Meistaradeildina árið 2005 þvert á spár. Hann á sjaldan leiki sem jafnast ekki á við þær háu kröfur sem hann hefur sett sér.
Margir hafa veðjað á að Nigel Reo-Coker verði sá sem tekur við hlutverki Steven Gerrard á miðjunni hjá enska landsliðinu. Hann gæti þó orðið að bíða í nokkur ár til að fá tækifæri til þess. Þessi 21. árs leikmaður spilar svipað og Steven með því að fara vítt um völlinn af miklum krafti. Hann er búinn að skora fimm mörk á þessari leiktíð.
Sami Hyypia v Marlon Harewood
Sami Hyypia hefur verið hornsteinninn í vörn Liverpool frá því hann kom frá Willem II árið 1999. Hann nú orðinn 32. ára og kannski er hann ekki jafn fljótur og áður. En hann bætir það upp með góðum staðsetningum og mikilli ákveðni.
Marlon Harewood hefur skorað sextán mörk á þessari leiktíð eftir að hafa hjálpað liðinu til að komast upp úr næst efstu deildinni á síðustu leiktíð. Hann er 26 ára gamall og er mjög sterkur sóknarmaður. Hann býr yfir nægum hraða til að brjótast inn í vítateig andstæðinga sinna.
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur