Rafael íhugar úrslitaleikinn
Rafael Benítez leiðir Liverpool í fimmta úrslitaleikinn á stjórnartíð sinni í dag. Hann hefur aldrei áður verið viðstaddur úrslitaleik í Ensku bikarkeppninni. Nú er hann kominn til Cardiff og hann vonast til að vegferðin þangað fullkomnist í dag með sigri Liverpool. Hann vill að sínir menn haldi sig við það sem hefur gefist þeim vel fram að þessu á leiktíðinni.
,,Í svona keppnum þurfa lið að leika vel til að komast í úrslitaleikinn en lið þurfa ekki alltaf að leika vel til að vinna hann. Það mikilvægasta er að endurtaka það sem við höfum verið að gera alla leiktíðina. Við verðum að hafa sjálfstraust þegar við förum til leiks en við getum ekki leyft okkur að vera værukærir. Maður verður að vera í stakk búinn til að reyna að vinna úrslitaleiki þótt eitthvað fari úrskeiðis. Það er ekki hægt að fara í úrslitaleik með ótta í huga og byrja að gera hlutina á annan hátt en venjulega. Í því felst stóra hættan. Það hjálpar að byrjað leikina vel og ná fljótt áttum. Það kemur öllum vel. En menn eru í vanda staddir ef tuagaspennan nær tökum á mönnum. Í þessu sambandi vona ég að reynslan verði hjálpleg.
Ég hef aldrei verið viðstaddur úrslitaleik í F.A. bikarkeppninni en ég hef séð marga úrslitaleiki í sjónvarpinu. Þeir voru alltaf sýndir á Spáni. Þetta er frægasta útsláttarkeppni í heimi. Það eru ekki bara ensku leikmennirnir sem skynja mikilvægi hennar. Útlendu leikmennirnir og ég gera það líka.
Það er ekki hægt að segja að munurinn á góðri og slæmri leiktíð felist í úrslitum eins leiks. Það getur enginn sagt að þessi leiktíð hafi verið slæm ef við vinnum ekki leikinn. En við stefnum alltaf að því að vinna titla og við verðum ekki ánægðir ef við gerum það ekki. Ef við lítum á muninn á þessari og síðustu leiktíð þá höfum við tekið mjög miklum framförum. Mér finnst þetta hafa verið góð leiktíð. En við erum bara búnir að baka kökuna. Nú þurfum við að setja kirsuberið á toppinn á henni."
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur