Rafael Benítez hrósar sínum mönnum
Rafael Benítez, framkvæmdastjóri Liverpool, hrósaði sínum mönnum eftir sigurinn ævintýralega í Cardiff í dag. Þó svo að leikmenn Evrópumeistaranna væru lengst af ekki við sitt besta þá var uppgjöf ekki valkostur í þeirra herbúðum.
Fyrirliðinn fór fyrir sínum mönnum og líkt og í Istanbúl í fyrravor vannst titill í taugastrekkjandi vítaspyrnukeppni. Rafael var skiljanlega ánægður með strákana sína eftir leikinn.
,,Það er erfitt að segja til um hvort við eða hitt liðið verðskuldaði að vinna. Við vissum að þeir gætu skorað mörk en við gátum það líka.
Það er erfitt að spila í 90 mínútur, í gegnum framlengingu og fara svo í vítaspyrnukeppni eftir að hafa leikið svona marga leiki á leiktíðinni. Kannski hættir okkur til að gera okkur hlutina erfiða en það er sannarlega ekki gott fyrir hjartað að fara svona að. Það væri betra að ná að gera út um leikinn fyrr og geta svo verið rólegur. Leikurinn í Istanbúl var mjög erfiður því þar þurftum við að koma til baka eftir að hafa lent þremur mörkum undir. En núna höfðum við meira sjálfstraust. Við vissum að við gætum gert þetta.
Ég verð að hrósa mínum mönnum því að eftir 62. leikja leiktíð voru margir þeirra komnir með krampa. En þeir héldu áfram að berjast þar til yfir lauk og hafa skilað frábæru verki. Steven Gerrard skoraði tvö stórfengleg mörk. Maður veit um hvaða hæfileikum hann býr yfir . Ég hrósa honum en mér fannst þetta sigur liðsheildarinnar. Steven myndi líka segja það sjálfur. Úthald leikmanna var með ólíkindum. Þetta var stórkostlegur úrslitaleikur."
Stuðningsmenn okkar voru stórkostlegr eins og þeir eru alltaf og þeir héldu okkur gangandi. Ég var svolítið vonsvikinn með þau mistök sem við gerðum en svo breyttum við til. Það var mjög mikilvægt að Djibril náði að skora stuttu fyrir leikhlé. Svo setti ég Jan Kromkamp á hægri kantinn því Paul Konchesky var kominn með krampa. Við þurftum að ná tökum á miðjunni og því setti ég Didi Hamann inn á. Hann hélt boltanum fyrir okkur og spilaði honum.
Líkt og Jerzy Dudek á Ataturk í fyrravor og Sander Westerveld í Cardiff árið 2001 þá varð markvörður hetja Liverpool þegar til vítaspyrnukeppni kom. Í dag varð Jose Reina hetja Rauða hersins. ,,Pepe er frægur á Spáni fyrir að verja vítaspyrnur. Þess vegna höfðum við trú á honum og hann skilaði sínu fyrir okkur. Markvarðarþjálfarinn okkar talaði við hann fyrir vítaspyrnukeppnina og sagði honum að hann gæti varið vítin."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!