Draumur fyrirliðans rættist!
Steven Gerrard hafði lýst því fyrir leikinn að það hefði lengi verið draumur sinn að veita F.A. bikarnum viðtöku. Sá draumur rættist í Cardiff í gær. Það gekk þó mikið á áður en draumurinn rættist. Liverpool átti lengst af á brattann í sækja í þessum leik sem margir segja nú að sé einn besti úrslitaleikurinn af þeim 125 í sögu þessarar merku keppni. Steven skoraði tvö frábær mörk og seinna mark hans var hreint út sagt ævintýri líkast. Það bjargaði leiknum og Steven skoraði svo úr einni af þeim þremur vítaspyrnum sem færðu Liverpool bikarinn. Steven tók svo við Bikarnum úr höndum Vilhjálms prins sem var heiðursgestur á leiknum. Hann varð þar með sjöundi fyrirliði Liverpool til að taka við Enska bikarnum. En það var þreyttur fyrirliði sem fagnaði í leikslok.
,,Okkur fannst að bestu möguleikar okkar á sigri fælust í því að fara í vítaspyrnukeppni því við vorum að niðurlotum komnir. Við vissum alltaf að við ættum mjög góða möguleika ef til vítaspyrukeppni kæmi. Okkur fannst að við hefðum betri markvörð en þeir. Hann varði frábærlega á síðustu mínútunni og verðskuldar að vera hetja. Þetta var mjög skemmtilegt. Stuðningsmenn okkar eru frábærir og það voru stuðningsmenn West Ham líka í dag.
Okkur kom aldrei til hugar að gefast upp. Það er draumi líkast fyrir mig að skora tvö mörk og svo eitt úr vítaspyrnu og geta svo fagnað með öllum þessum stórkostlegu stuðningsmönnum. Það er frábær liðsandi í liðinu okkar. Það skiptir engu hversu mörgum mörkum við lendum undir. Við berjumst alltaf þar til yfir lýkur."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!