Bikarmeistararnir koma heim!
Liverpool vann Ensku bikarkeppnina í sjöunda sinn í gær eftir að hafa lagt West Ham United að velli 3:1 í vítaspyrnukeppni eftir að ævintýralegum leik lauk með 3:3 jafntefli. Þessi 125. úrslitaleikur keppninnar er nú þegar flokkaður með þeim allra bestu í sögu keppninnar.
En nú er F.A.bikarinn kominn til Liverpool og farið verður með þennan merka grip í sýningarferð um götur borgarinnar eftir hádegið í dag. Ekið verður um götur Liverpool á opnum strætisvagni. Leikmenn og forráðamenn Liverpool munu hampa bikarnum og ekki er ólíklegt að fjölskyldumeðlimir fái að fljóta með!
Ekki er að efa að fjöldi stuðningsmanna Liverpool á eftir að fara út á stræti borgarinnar til að hylla bikarmeistarana. Allir muna þegar hátt í ein milljón manns hyllti Evrópumeistara Liverpool þegar þeir sneru heim eftir að hafa unnið Evrópubikarinn í Konstantínópel í fyrravor. Varla verða eins margir á götum Liverpool í dag en þó er víst að stuðningsmenn Liverpool munu taka fram trefla og fána til að fagna sjöundu komu F.A. bikarsins til Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna