Baráttuandinn frá Istanbúl
Þriðja endurkoma Liverpool í úrslitaleik á einu ári átti sér stað á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff í gær. Fyrst var það AC Milan, þá CSKA Moskva og nú West Ham United. Jamie Carragher telur að baráttuandinn frá Istanbúl hafi veitt Evrópumeisturunum innblástur þegar öll sund virtust lokuð í gær. Leikurinn gekk heldur ekki vel hjá honum því hann skoraði sjálfsmark sem veitti Hömrunum mikið sjálfstraust sem dugði þeim næstum til sigurs.
,,Þetta var stórkostlegur úrslitaleikur sem var gott fyrir keppnina því ýmir hafa vilja draga úr gildi hennar. Sem varnarmaður þá hefði ég nú bara viljað að við hefðum unnið 1:0. En þetta var leikur sem allir hafa haft gaman af að horfa á.
Þegar kom að vítaspyrnukeppninni þá kom það okkur vel að við höfðum áður gengið í gegnum svipaða reynslu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Reynslan kom til góða. Mér fannst að ég yrði að reyna að halda haus eftir sjálfsmarkið. Gott og vel sjálfsmarkið var staðreynd og eftir á varð engu um það breytt. Boltinn fór í fótinn sem var fjær fyrirgjöfinni þegar ég reyndi að hreinsa í horn. En það þýddi ekki að fást um það."
Þegar leið á leikinn voru margir leikmanna liðanna orðnir mjög þreyttir. Reyndar finnst mér langt síðan maður hefur séð svona marga menn fá krampa í einum og sama leiknum. Fimm eða sex leikmenn Liverpool voru að niðurlotum komnir og tveir þurftu að yfirgefa leikvöllinn vegna meiðsla. Jamie sagði mikla þreytu hafa verið í mönnum.
,,Margir af strákunum voru illa haldnir af krampa. Í framlengingunni var ástandið svipað eins og í Istanbúl. Menn hröpuðu í völlinn eins og flugur. Við vorum rosalega þreyttir. Við reyndum að spara okkur til að geta fengist við hraðar skyndisóknir þeirra. En þegar upp var staðið þá áttum við Stevie mikið að þakka. Ég sagði fyrir leikinn að hann væri besti leikmaður í heimi. Margir mölduðu í móinn og sögðu þetta hlutdrægt álit hjá mér. En hann sannaði mál mitt í leiknum. Hann er lang, lang besti knattspyrnumaður á Englandi."
Líklega mæla ekki margir í móti áliti Jamie Carragher í dag eftir að hafa orðið vitni að stórfenglegri framgöngu Steven Gerrard í Cardiff!
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!