Umsagnir
Það er alltaf gaman að lesa umsagnir sparkspekinga um framgöngu leikmanna. Hér fylgja umsagnir og einkunnir sem leikmenn Liverpool fengu á vefsíðu Sporting life. Hvað finnst fólki um mat þessara sparkspekinga?
Jose Reina - Í þessum ótrúlega leik sást vel hvernig það getur gengið upp og niður hjá markmönnum. Átti litla möguleika að koma í veg fyrir fyrsta markið sem West Ham skoraði en hann átti ekki að láta Dean Ashton fá möguleika á að skora. Svo var hann úti á túni þegar þriðja markið kom. En hann varði þrjár vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni. Einkunn: 6.
Steve Finnan - Átti fullt í fangi að eiga við menn eins og Matthew Etherington. Einkunn: 6.
Jamie Carragher - Kom Liverpool í vandræði snemma leiks með því að skora sjálfsmark sem ekki hefði þurft að koma til. Átti á brattann að sækja eftir það en stóð sig samt þokkalega. Einkunn: 5.
Sami Hyypia - Hann var ekki alveg eins eins magnaður eins og hann hefur oft verið. Einkunn: 6.
John Arne Riise - Hann stóð sig í vörninni og ógnaði oft þegar uppstillt leikatriði voru annars vegar í sókninni. Einkunn: 7.
Steven Gerrard - Stóð undir nafni sem besti leikmaðurinn á vellinum. Hið síðbúna jöfnunarmark hans verður í minnum haft sem eitt af fallegustu mörkum sem hafa verið skoruð í úrslitaleik F.A. bikarsins. Einkunn: 9.
Xabi Alonso - Hann átti slaka sendingu sem var rótin að fyrsta marki West Ham. Eftir það náði hann sér ekki á strik. Einkunn: 6.
Mohamed Sissoko - Hin kraftmiklu hlaup hans héldu leikmönnum West Ham við efnið. Einkunn: 7.
Harry Kewell - Náði lítt að láta til sín taka áður en hann haltraði af velli snemma í síðari hálfleik. Einkunn: 5.
Djibril Cisse - Afgreiddi boltann í markið eins og sóknarmaður í heimsklassa þegar hann skoraði. Hélt áfram að reyna að ná öðru marki af miklum dug áður en krampi dró kraftinn úr honum. Einkunn: 8.
Peter Crouch - Sýndi Djibril Cissé hvernig ætti að skora fyrsta markið. Hæpinn dómur tók markið af honum. Einkunn: 7.
Varamenn:
Jan Kromkamp, leysti Xabi Alonso af á 67. mínútu - Hann lagði hart að sér þegar félagar hans fóru að þreytast. Einkunn: 6.
Dietmar Hamann, leysti Peter Crouch af á 71. mínútu - Hann skilaði líka óeigingjörnu verki. Einkunn: 6.
Fernando Morientes, leysti Harry Kewell af á 47. mínútu - Lét meira að sér kveða en Harry Kewell. Þó svo að hann næði ekki að skora þá þurftu andstæðingarnir að hafa fyrir honum. Einkunn: 7.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!