Dagsverk Steven Gerrard
Steven Gerrard skilaði drjúgu dagsverki, svo ekki sé meira sagt, á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff laugardaginn 13. maí. Fyrirliðinn dreif sína menn áfram og skoraði tvö frábær mörk. Seinna mark hans er nú þegar komið í flokk með fallegustu mörkum serm hafa verið skoruð í þeim 125 úrslitaleikjum sem hafa farið fram í keppninni. Það má líka telja öruggt að þegar árin líða þá verði úrslitaleikurinn kenndur við Steven Gerrard. Enn sem komið er þá hefur aðeins einn af úrslitaleikjunum 125 verið kenndur við einn leikmann. Hér að neðan er það helsta tíðundað sem dreif á daga Steven Gerrard í úrslitaleiknum.
Steven leiddi leikmenn Liverpool til leiks og kynnti félaga sína fyrir Vilhjálmi Bretaprinsi sem var heiðursgestur leiksins. Klukkan tvö, að staðartíma, var flautað til leiks í 125. úrslitaleik Ensku bikarkeppninnar.
1. mínúta: Snöggri rispu upp hægri kantinn lauk með því að Paul Konchesky negldi hann niður.
11. mínúta: Lék snyrtilegan þríhyrning við Djibril Cisse uppi við vítateig West Ham. Þar braut Carl Fletcher á honum. John Arne Riise tók aukaspyrnuna en það varð ekkert úr henni.
22. mínúta: Vel tímasett tækling frá Lionel Scaloni stöðvaði rispu hans upp að vítateignum.
30. mínúta: Var fljótur að senda aukaspyrnu inn á vítateiginn. Boltinn fór beint á Peter Crouch sem skoraði viðstöðulaust framhjá Shaka Hislop. Allt kom þó fyrir ekki því framherji enska landsliðsins var dæmdur rangstæður. Það var hæpinn dómur.
32. mínúta: Aðeins tveimur mínútum seinna sendi Steven langa sendingu inn á vítateiginn. Sendingin var hárnákvæm og var beint á Djibril Cissé. Frakkinn skoraði með fallegu viðstöðulausu skoti framhjá Shaka Hislop. Í þetta skiptið fór flaggið ekki á loft.
54. mínúta: Fyrirliðinn jafnaði metin með því að hamra boltann í netið með viðstöðulausu hægrifótarskoti af um tólf metra færi eftir að Peter Crouch hafði lagt boltann fullkomlega fyrir hann með skalla.
71. mínúta: Komst upp að endalínu með mikilli baráttu og sendi út í teig á varamanninn Fernando Morientes. Varnarmenn komust fyrir skot hans.
87. mínúta: Dæmd var aukaspyrna á varamanninn Teddy Sheringham sem handlék boltann. Steven tók aukaspyrnuna sem var af löngu færi en boltinn fór vel framhjá markinu.
90. mínúta: Um leið og vallarþulurinn tilkynnir að fjórum mínútum verði bætt við leiktímann jafnar Steven leikinn með stórfenglegum þrumufleyg af um 35 metra færi. Þrumufleygur hans hafnar úti við stöng hægra megin við Shaka Hislop sem á ekki nokkra möguleika á að verja.
Framlenging.
Það þurfti að huga að Steven vegna þess að hann fékk krampa áður en framlengingin hófst.
97. mínúta: Hann sendi hornspyrnu fyrir markið frá hægri. Varnarmenn West Ham komu boltanum ekki langt frá. John Arne Riise fékk boltann og skaut föstu skoti með vinstri sem fór rétt yfir markið.
110. mínúta: Það þurfti að huga að Steven vegna krampa. Nokkrir leikmenn þurftu á hjálp að halda þegar þeir fengu krampa eftir hin miklu hlaup sem fylgdu þessum hraða leik.
Vítaspyrnukeppnin.
Steven skoraði úr þriðju spyrnu Liverpool eftir að Dietmar Hamann hafði skorað úr þeirri fyrstu og varið hafði verið frá Sami Hyypia.
Rétt fyrir klukkan fimm hóf Steven F.A. bikarinn á loft og hann varð þar með sjöundi fyrirliði Liverpool til að leiða félagið til sigurs í Ensku bikarkeppninni.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!