Stuðningsmenn okkar eru frábærir
Veðrið í Liverpool á sunnudaginn var ekkert sérstakt. Það ringdi öðru hverju og ekki viðraði vel til hátíðarhalda. Það lét stuðningsmenn Liverpool ekki aftra sér frá því að flykkjast á götur Liverpoolborgar til að hylla leikmenn Liverpool sem keyrðu um göturnar með FA Bikarinn á lofti.
Rafa Benitez segir að það sýni hversu frábærir stuðningsmenn Liverpool eru að þeir skuli ekki hafa látið smá rigningu aftra sér frá því að fagna með félaginu. Þessi stuðningur verði ennfrekar til þess að hann vilji vinna fleiri bikara fyrir félagið.
,,Það hefði verið mun auðveldara fyrir stuðningsmennina ef veðrið hefði verið betra en miðað við hversu veðrið var vont var ótrúlegt að sjá hversu margir komu út á göturnar til að fagna með okkur."
,,Það var einn strákur sem hljóp sennilega á eftir rútunni í 15 mínútur syngjandi ,,Rafa Benitez" lagið. Þegar maður sér þetta þá gerir maður sér grein fyrir því hversu mikilvægt þetta er fyrir stuðningsmennina."
,,Þegar ég kom til Liverpool frá Valencia vissi ég að stuðningsmennirnir væru góðir en eftir tvö ár hérna hef ég áttað mig betur og betur á því hversu frábærir þeir eru."
,,Síðast þegar ég sá stuðningsmenn láta svona var þegar ég kom Tenerife upp um deild, allir voru svo ánægðir með það."
,,Ég sagði einum vina minna frá Tenerife að þetta væri alveg eins, bara miklu stærra. Nú viljum við vinna fleiri titla fyrir þá, fyrir félagið og okkur sjálfa."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!