Jose var ekki sáttur við leik sinn í Cardiff
Framganga Jose Reina í Cardiff þótti ganga næst því sem Steven Gerrard sýndi þegar Liverpool vann F.A. bikarinn í sjöunda sinn. Jose varði ótrúlega undir lok framlengingarinnar og í vítapyrnukeppninni varði hann þrjár vítaspyrnur. Þrátt fyrir þetta fannst Spánverjanum, sem hefur átt frábæra leiktíð, að hann hefði átt slakan leik og var langt frá því sáttur með leik sinn.
,,Ég var mjög óánægður með hvernig ég lék í 90 mínútur. Ef satt skal segja þá gat ég ekki neitt. En svona gengur það. Knattspyrnan er bara svona. Við eigum allir okkar slæmu daga en það er ekki nokkur vafi að þetta var mjög slæmur dagur. En maður verður að halda sínu striki, reyna að bæta sig og gleyma mistökum sínum.
Leikmennirnir þökkuðu mér fyrir markvörsluna í framlengingunni. En ég gerði það sama við Steven Gerrard eftir að hann jafnaði fyrir okkur. Þetta er bara hluti af starfi mínu og og vonandi hef ég kilað mínu. Eftir hálftíma hefði manni aldrei dottið í huga að allt færi svona vel fyrir mér. Þetta var ótrúlegt. Leikurinn var algert rugl og bæði lið fengu fullt af færum. Það skiptast alltaf á skin og skúrir hjá manni en maður verður að standa áföllin af sér. En leiktíðin hefði getað endað illa fyrir mig."
Eftir að leiknum hafði lokið með 3:3 jafntefli eftir framlengingu tók vítaspyrnukeppni við. Jose var hetja Liverpool í henni og varði þrjár af fjórum spyrnum West Ham United. En hvað flaug í gegnum huga hans áður en vítaspyrnukeppnin hófst?
,,Ég fór ekki með bænirnar áður en vítaspyrnukeppnin hófst. Ég spjallaði bara við vin minn á himnum og bað hann um svolitla hjálp! Mér finnst eiginlega að ég hafi ekki verðskuldað þetta því ég lék eins og ég best get og þetta var erfiður dagur fyrir mig. Vítaspyrnukeppni er alltaf happdrætti og lánið var með mér í þetta sinn. Maður verður að vera undirbúin undir slíkt og við æfum vítaspyrnur mikið. Ég ákvað hvert ég ætlaði að skutla mér í hverri spyrnu. Maður verður að ákveða hvert maður ætlar að skutla sér og halda sig við þá ákvörðun."
Vítaspyrnukeppnin:
1:0. Dietmar Hamann skorar með öruggu skoti úti við stöng vinstra megin við markvörðinn.
1:0. Jose Reina skutlar sér til hægri og ver frá Bobby Zamora.
1:0. Shaka Hislop ver laust skot Sami Hyypia.
1:1. Teddy Sheringham skorar með hnitmiðuðu skoti vinstra megin við Jose.
2:1. Steven Gerrard skorar með með öruggu skoti vinstra megin við Shaka Hislop.
2:1. Jose ver með fæti frá Paul Konchesky sem skaut svo til á mitt markið.
3:1. John Arne Rise skorar með bylmingsskoti sem fer svo til á mitt markið.
3:1. Jose hendir sér til hægri og ver heldur lausa spyrnu Anton Ferdinand af miklu öryggi. Spánverjinn tryggði þar með Liverpool sigur!
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur