| Sf. Gutt

Milljónir sáu Liverpool vinna bikarkeppnina

Milljónir manna urðu vitni að sigri Liverpool í F.A. bikarnum fyrir viku. Tölfræðingar BBC tóku saman hversu margir fylgdust með útsendingunni. Kom í ljós að á annan tug milljóna nutu leiksins í útsendingu BBC á Bretlandi einu saman. Talan nær bara til þeirra sem horfðu á leikinn á heimilum sínum en ekki þeirra sem fylgdust með honum á krám og öðrum samkomustöðum. Eru eru ótaldar allar þær milljónir sem horfðu á leikinn um alla heimsbyggðina. Þar eru hundruðir milljóna manna annars vegar því úrslitaleikur Ensku bikarkeppninnar er einn sá íþróttaviðburður sem flestir fylgjast með á ári hverju.

Samkvæmt mælingum BBC voru 6.8 milljónir við skjáinn þegar leikurinn hófst. Þegar komið var fram í framlengingu og vítaspyrnukeppni dró spennan að sér enn fleiri og þá töldust 11.3 milljónir við sjónvarpstækin.  Ekki höfðu fleiri horft á íþróttaviðburð á BBC á þessu ári. Leikurinn var líka sendur út á sjónvarpsstöðinni Sky. Þar voru um 700.000 skráðir áhorfendur.

Það verður ekki annað sagt en að leikurinn hafði verið frábær auglýsing fyrir enska knattspyrnu. En leikurinn hefur auðvitað líka mikið mikið auglýsingagildi fyrir Liverpool. Ekki ætti stuðningsmönnum Liverpool um víða veröld að fækka við að hafa notið þessa tilþrifamikla leiks. Hann var frábær auglýsing fyrir Liverpool líkt og úrslitaleikurinn um Evrópubikarinn á liðnu vori.

Nú er auðvitað um að gera fyrir markaðsfræðinga á snærum Liverpool að nýta sér hina frábæru auglýsingu sem félagið fékk eftir besta úrslitaleik Ensku bikarkeppninnar í manna minnum. Nú þegar er ýmis varningur til sölu, á vefsíðu félagsins, sem tengist sjöunda F.A. bikarsigri Liverpool og víst er að það mun bætast í þann vöruflokk á næstu vikum. Ljóst er að félagið fær drjúgar upphæðir í kassann við sölu á þessum varningi. 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan