Anthony biður um sölu
Anthony Le Tallec skýrði frá því í dag að hann myndi óska eftir því fljótlega við Rafa Benítez, að hann yrði settur á sölulista. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Strákurinn hefur valdið stuðningsmönnum Liverpool FC miklum vonbrigðum síðan hann kom til liðsins, og hefur það marg oft sýnt sig að hugarfar hans hefur ekki verið í lagi. Rafa Benítez var varla lentur á flugvellinum í Liverpool þegar Le Tallec var búinn að fara fram á að vera lánaður út, og gaf það svo sannarlega tóninn með það sem koma skyldi, og nú kvartar hann yfir því að hann vilji ekki vera lánaður út.
Le Tallec: "Ég veit ekkert um framtíð mína núna. Við sjáum til eftir U-21 árs Evrópumótið. En ég held að ég sé á förum frá Liverpool.
Ég mun fara fram á að vera seldur vegna þess að ég á ennþá 3 ár eftir af samningi mínum við félagið og ég vil ekki vera lánaður út meira. Ég vil fá stöðugleika.
Það er auðvitað efst á óskalistanum að komast aftur til Frakklands. Paris Saint Germain höfðu fyrst samband við okkur, en ekkert hefur ennþá verið ákveðið með það. Það er líka staðreynd að Bordeaux er gott félag, frábært andrúmsloft og góð aðstaða. Og það besta er að það er í Meistaradeildinni.
Félagar mínir Rio Mavuba og Julien Faubert hafa sagt mér að Ricardo sé mjög góður þjálfari. Ég væri vel til í að fara þangað."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!