Fulltrúar Liverpool í Þýskalandi
Nafn: Luis Javier Garcia Sanz
Fæðingardagur: 24.06.1978.
Fæðingarstaður: Badalona á Spáni.
Staða: Vinstri eða hægri kantur eða rétt fyrir aftan fremsta mann.
Fyrsti landsleikur: 26. mars 2005 gegn Kína
Félög á ferli: Barcelona, Valladolid, Tenerife (í láni), Atletico Madrid, Barcelona (2)
Landsleikjafjöldi: 8.
Landsliðsmörk: 3.
Leikir með Liverpool: 94.
Mörk fyrir Liverpool: 24.
Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Luis vegnaði ekki eins vel og á fyrsta tímabili sínu með Liverpool en hann hefur skapað sér miklar vinsældir meðal stuðningsmanna Liverpool vegna leikni sinnar og þess skemmtilega hæfileika að skora mikilvæg mörk.
Hver eru helstu einkenni okkar manns? Hann vill stundum týnast í leikjum en á inná milli þvílíka stjörnuleiki. Hann þarf með öðrum orðum að ná aðeins meiri stöðugleika.
Hver er staða Luis í landsliðinu? Luis Garcia þreytti frumraun sína með landsliðinu eftir afrek sín með Liverpool. Hann hefur byrjað landsliðsferillinn með hvelli og skoraði meðal annars þrennu í þýðingarmiklum leik gegn Slóvökum.
Hvað um Spánverja? Spánverjar valda alltaf vonbrigðum á stórmótum. Sama hvað liðið er sterkt virðist það ætíð bregðast á ögurstundu. Spánverjar eru því búnir að búa sig undir að verða fyrir vonbrigðum.
Hverjar eru helstu hetjur spænska liðsins? Raul (Real Madrid), Fernando Torres (Atletico Madrid), Carlos Puyol (Barcelona), Xabi Alonso (Liverpool), Iker Casillas (Real Madrid), David Villa (Valencia), Joaquin (Real Betis) og Luis Garcia (Liverpool).
Styrkur liðsins? Vonandi smellur allt hjá Spánverjum og þeir komist alla leið. Þeir hafa mannskapinn í það með firnasterka leikmenn innanborðs.
Veikleiki liðsins? Samheldni innan liðsins er oft ábótavant eins og hjá Spánverjum í gegnum tíðina. Luis Aragones er umdeildur þjálfari sem menn óttast að muni ekki ná því besta út úr sínum mönnum. Hann yrði þó engin undantekning.
Alþjóðlegir titlar: Evrópumeistarar landsliða 1964.
Hver er mesta knattspyrnugoðsögn Spánverja? Emilio Butragueño Santos var skæður framherji Real Madrid sem var fæddur á þeim dýrðar Drottins degi 22. júlí (vill svo til að það er afmælisdagur greinarhöfundar) 1963. El Butre eða Gammurinn var þekktur fyrir grimmd sína upp við markið og sigursællar tíðar með Konunglegu liði Madrídar á árunum 1986-1995 sem vann spænska meistaratitillinn 6 sinnum. El Buitre lék 69 landsleiki fyrir Spánverja og skoraði 26 mörk og eftirminnilegasta afrek hans var þegar hann skoraði fjögur mörk gegn Dönum á HM 1986 í 5:1 sigri.
Hver er þjóðhetjan? Franco er eflaust þekktasti Spánverjinn í sögunni en hann var ekki beinlínis þjóðhetja. Hann var fasisti sem stjórnaði landinu með harðri hendi frá 1939 til 1975. Karlinn var sagður stuðningsmaður Real Madrid og þess vegna líkar mörgum Spánverjum ekki við Real.
En þjóðarrétturinn? Paella. Sjávarréttir eða kjúklingur með hrísgrjónum. Blandað saman í pottrétt.
Ótrúlegt en satt? Siesta. Spánverjar steinsofna um miðjan dag og loka öllu í kringum hádegið á milli ellefu og tvö hvort sem manni líkar betur eða verr. Það er jú einmitt heitasti tími dagsins.
Heimildir: Heimasíða FIFA og lfchistory.net.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!