Fulltrúar Liverpool í Þýskalandi
Nafn: Jan Kromkamp
Fæðingardagur: 17.08.1980
Fæðingarstaður: Makkinga
Staða: Hægri bakvörður
Fyrsti landsleikur: 18. ágúst 2004 gegn Svíþjóð
Félög á ferli: Go Ahead Eagles, AZ Alkmaar, Villareal
Landsleikjafjöldi: 10
Landsliðsmörk: 0
Leikir með Liverpool: 17
Mörk fyrir Liverpool: 0
Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Jan kom í skiptum fyrir Josemi og hefur nú ekki haft mikið til málanna að leggja. Hann var þó traustur þegar hann kom inn á í bikarúrslitaleiknum.
Hver eru helstu einkenni okkar manns? Það á eftir að koma í ljós. Það er ekki víst að hann verði lengi hjá Liverpool en það hefur verið rætt um að hann sé á leiðinni aftur heim til Hollands.
Hver er staða Jan í landsliðinu? Van Basten hótaði að setja Kromkamp út í kuldann eftir brotthvarf hans frá Villareal til Liverpool en sá sig um hönd. Jan var valinn í byrjunarlið liðsins í síðustu tveimur upphitunarleikjum Hollendinga. Í öðrum leiknum prófaði Van Basten byrjunarliðið og í hinum varaliðið þannig að ekki er víst hvort hann verði meðal þeirra 11 manna sem byrja fyrsta leik.
Hvað um Hollendinga? Hollendingar eiga alltaf góða möguleika á HM-titlinum. Spurningin er bara hvort liðsheildin nái saman og sterkir einstaklingar leiki sem ein heild en ekki sem sundurtætt lið hæfileikaríkra einstaklinga sem rífst stöðugt innbyrðis eins og oft hefur brunnið við á síðustu stórmótum.
Hverjar eru helstu hetjur hollenska liðsins? Edwin van der Sar (Man Utd), Mark van Bommel (Barcelona), Hedwiges Maduro (Ajax), Dirk Kuyt (Feyenoord), Ruud van Nistelrooy (Man Utd), Rafael van der Vaart (HSV Hamburg) og Philip Cocu (PSV).
Veikleiki liðsins? Er óheppni veikleiki? Hollendingar hafa verið mjög óheppnir í gegnum tíðina á stórmótum. Hollenska liðið féll út í vítaspyrnukeppni í síðustu tveimur heimsmeistarakeppnum og tapaði tveimur úrslitaleikjum í röð árið 1974 og 1978 sem var þó meira að kenna að þeir gátu ekki klárað dæmið þegar á þurfti.
Alþjóðlegir titlar: Evrópumeistarar 1988.
Hver er mesta knattspyrnugoðsögn Hollendinga? Hendrik Johannes Cruijff. Cruyff eins og við skrifum nafnið hans jafnan lék 229 leiki með Ajax á árunum 1964-1973 og skoraði 190 mörk. Hann fór þaðan til Barcelona þar sem hann lék í fimm ár. Hann hélt svo til vesturheims og lék knattspyrnu í Los Angeles og Washington áður en hann snéri aftur á heimaslóðir til Ajax og lauk ferlinum hjá Feyenoord árið 1984, 37 ára að aldri og enn í fullu fjöri. Cruyff var valinn Besti knattspyrnumaður Evrópu 1971, 1973 og 1974 og svo mætti lengi telja. Einfaldlega einn af tíu bestu knattspyrnumönnum sem uppi hafa verið.
Hver er frægasti Hollendingurinn? Vincent Van Gogh seldi nokkur málverk til þess að hafa í sig og á og málaði eftir pöntunum en aflaði sér ekki ríkisdæmis vegna málverka sinna þegar hann var á lífi. Hann dó slyppur og snauður og snarruglaður á geði öðrum eyrnasneplinum fátækari. Hann hlaut nokkuð hrós vegna hæfileika sinna síðasta ár ævi sinnar en hafði lítinn áhuga á að baða sig í frægðarljóma og framdi sjálfsmorð 29. júlí 1890, aðeins 37 ára að aldri.
Vissirðu að? "Á íslensku og fleiri tungumálum er vísað til landsins sem Hollands en það er þó líklegt að það gæti móðgað einhverja íbúa landsins þar sem Holland nær strangt til tekið einungis til héraðanna í mið og vesturhluta landsins. Þetta er ekki ólíkt því að tala um allt Bretland sem England. Á sumum tungumálum er notast við heitið Niðurlönd sem sögulega séð er heiti á því svæði sem samsvarar nokkurn veginn Benelúxlöndunum þremur, Hollandi, Belgíu og Lúxemborg. Í hollensku er talað um Konungsríkið Niðurlönd þegar rætt er um ríkið allt, að meðtöldum Hollensku Antillaeyjum og Arúba, en Niðurland í eintölu þegar einungis er átt við Evrópuhluta þess." (Tilvitnun úr wikipedia.org).
Hvað segir Marco Van Basten þjálfari Hollendinga? Þetta sagði Van Basten eftir að Kromkamp gekk til liðs við Liverpool: “Það er pirrandi að jafngóður leikmaður og Kromkamp hafi tekið svona vitlausar ákvörðun. Það er dapurlegt þegar leikmaður klúðrar sínum málum á þennan hátt sem hjálpar landsliðinu lítið. Jan verður að taka sínar eigin ákvarðanir en hann ráðfærði sig ekki við mig en ég hefði veitt honum áheyrn mína." Síðan þá hefur Van Basten hins vegar valið Kromkamp í landsliðið.
Heimildir: Heimasíða FIFA og lfchistory.net
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!