Whitbread til Millwall
Zak Whitbread hefur skrifað undir tveggja ára samning við Millwall. Hann var í láni hjá liðinu á síðasta tímabili þegar Millwall féll í 2. deild.
Hinn 22 ára gamli Whitbread sem leikur í stöðu miðvarðar lék 7 leiki fyrir aðallið Liverpool. Hann þreytti frumraun sína 26. október 2004 gegn Millwall af öllum liðum. Liverpool vann örugglega 3-0 í 3. umferð deildarbikarsins.
Whitbread lék 27 leiki fyrir Millwall og Nigel Spackman nýr framkvæmdastjóri Millwall og fyrrverandi leikmaður Liverpool ákvað að kaupa kappann. Whitbread átti eftir eitt ár af samningnum sínum við Liverpool og kaupverðið getur orðið allt að, hvorki meira né minna [eða þannig] um 200.000 pund eftir ákveðinn leikjafjölda.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!