Cissé lánaður til Marseille
Franska dagblaðið L'Equipe segir að Djibril Cissé verði lánaður til Marseille á næsta tímabili með það í huga að liðið festi kaup á honum 2007-2008 tímabilið. Líklegt er að Cissé verði kominn á ról í nóvember og að Marseille hyggist fá hann til liðs við sig í janúar. Ef allt gengur að óskum mun hann svo ganga endanlega til liðs við Marseille hálfu ári síðar.
Marseille og Lyon voru í viðræðum við Liverpool um kaup á honum áður en hann fótbrotnaði gegn Kínverjum en bæði voru búin að gefa út að þau myndu reyna að festa kaup á honum þó síðar verði. Nú virðist sem Marseille sé að vinna það kapphlaup.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!