Jerzy bænheyrður
Eins og fram kom í fréttum þá var á dögunum brotist inn á heimili Jerzy Dudek og þaðan stolið miklu af verðmætum svo sem verðlaunagripum og minjagripum frá ferli hans. Innbrotið átti sér stað á meðan Jerzy var í fríi með fjölskyldu sinni á heimaslóðum í Póllandi. Sem betur fer virðist nú allt hafa farið á besta veg. Par á þrítugs aldri var handtekið og ákært fyrir helgina grunað um aðild að innbrotinu. Allt þýfið, utan Porsche bíllinn hans Jerzy sem fannst í Manchester, mun hafa fundist í fórum parsins í einu af úthverfum Liverpool. Reyndar var Jerzy búinn að segja að honum væri alveg sama um bílinn!
Jerzy Dudek er trúaður maður og hann hefur örugglega legið á bæn upp á síðkastið. Nú virðist svo vera að hann hafi verið bænheyrður og allt endað vel. Það skyldi þó aldrei vera að Jóhannes Páll heitinn páfi hafi komið til hjálpar úr hæstu hæðum. Hann var mikill aðdáandi Jerzy og allir ættu að muna eftir því þegar Jerzy tileinkaði hinum látna landa sínum Evrópubikarsigurinn í Miklagarði í fyrra. Jerzy vildi meina að hinn látni páfi hefði verið honum innan handar í úrslitaleiknum við AC Milan. En nú ætti Jerzy að geta tekið gleði sína á nýjan leik og notið þess sem eftir er af sumarfríinu.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!