Fyrrum leikmaður Liverpool tilbúinn í slaginn í Berlín
Úrslitaleikur Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu fer fram á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Frakkar og Ítalir ganga þá á hólm. Þeir leikmenn Liverpool sem tóku þátt í keppninni eru komnir í sumarfrí fyrir viku eða svo en einn fyrrum leikmaður liðsins er þó tilbúinn í slaginn í Berlín í kvöld. Þetta er Alou Diarra sem var um tíma á mála hjá Liverpool.
Alou kom til Liverpool sumarið 2002 á frjálsri sölu frá Bayern Munchen. Gerard Houllier taldi mikið búa í stráknum en sendi hann þó strax í lán til Frakklands. Fyrst til Le Harve og síðar til Bastia. Leiktíðina 2004/2005 var Alou fyrst valinn í franska landsliðið en það dugði ekki til að forráðamenn Liverpool notfærðu sér krafta hans. Það merkilega var að Alou lék aldrei með aðalliði Liverpool og fyrir ári var hann seldur til Lens þar sem hann hefur staðið sig mjög vel.
Alou hefur leikið tíu landsleiki fyrir Frakka. Hann hefur hingað til komið við sögu í einum leik í Þýskalandi. Alou kom inn sem varamaður fyrir Patrick Vieira níu mínútum fyrir leikslok þegar Frakkar unnu Tógó 2:0 í síðasta sínum í riðlakeppninni. Alou gæti komið við sögu í kvöld en hann verður þó örugglega ekki einn þeirra ellefu leikmanna Frakka sem hefja leikinn nema að meiðsli fastamanna komi til.
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin