Djimi Traore í læknisskoðun hjá Charlton
Djimi Traore er nú í læknisskoðun hjá Charlton. Umboðsmaður hans staðfesti þetta við Sky sports í dag. Liverpool og Charlton hafa komist að samkomulagi um kaupin. Enskir fjölmiðlar tala um tveggja milljóna punda kaupverð.
Benítez ákvað að leyfa Traore að fara í kjölfar þess að Fabio Aurelio var keyptur til liðsins, en við það var ljóst að tækifæri Traore yrðu ekki mörg með liðinu.
Traore er 26 ára og var keyptur til Liverpool frá Laval í febrúar 1999. Hann þótti gríðarlegt efni þá og var jafnvel talað um hann sem næsta Marcel Desailly, en eins og svo margir sem lenda í slíkum samanburði náði hann aldrei að uppfylla slíkar kröfur. Hann var lánaður til Lens tímabilið 2001-2002, og var tímabilið eftir það, 2002-2003, hann besta fyrir Liverpool en þá lék hann vel í miðvarðarstöðunni í stað Stephane Henchoz sem var lengi frá vegna meiðsla á því tímabili. Hann lék 141 leik með Liverpool og skoraði eitt mark.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni