Rafa varar við vanmati
Rafael Benítez varar leikmenn sína og stuðningsmenn við því að vanmeta andstæðinga sína, Maccabi Haifa, á morgun.
Liverpool hefur aldrei mætt þessu liði áður, en Rafael Benítez hefur hins vegar gert það. Það var árið 2003 þegar hann stjórnaði liði Valencia. Í fyrri leiknum, sem fór fram á heimavelli Valencia, gerðu liðin markalaust jafntefli og þóttu Ísraelsmennirnir sýna góða takta. Valencia vann hins vegar öruggan sigur í seinni leiknum og komst áfram.
"Ég man vel eftir leiknum í Mestalla. Haifa var með marga mjög góða unga leikmenn þá sem eru nú reyndari. Við vitum að þetta er mjög hættulegur leikur fyrir okkur. Þeir eru góðir sóknarlega og þetta verður ekki auðvelt fyrir okkur. Þegar maður er að spila sinn fyrsta leik gegn liði sem margir leikmanna okkar hafa aldrei séð spila áður veit maður aldrei hvað gerist fyrr en leikurinn byrjar."
Benítez lýsir jafnframt yfir ánægju með að þurfa ekki að leika seinni leikinn í Ísrael. "Það var mikilvægt að Knattspyrnusamband Evrópu tók þessa ákvörðun, sem er rétt. Nú verðum við að vita sem fyrst hvar seinni leikurinn verður. Við erum með bestu stuðningsmenn í heimi og það er mikilvægt að þeir viti hvar hann verður svo að þeir geti búið sig undir að koma og horfa á okkur."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna