Út í óvissuna í upphafi leiktíðar
Enn ein leiktíðin hefst í kvöld. Liverpool hóf fyrst keppni á leiktíðinni 1892/93 og mikið vatn hefur runnið til sjávar frá þeim tíma. En það má segja að Liverpool haldi að nokkru út í óvissuna í kvöld þegar liðið hefur keppni á nýrri leiktíð. Mótherjarnir Macabbi Haifaeru frá framandi slóðum. Aldrei áður í langri Evrópusögu Liverpool, sem nær aftur til leiktíðarinnar 1964/65, hefur liðið leikið gegn liði frá Ísrael.
Þeim fer fækkandi Evrópulöndunum sem Liverpool hefur ekki sótt heim frá því liðið kom til Íslands í ágúst 1964. Á síðustu leiktíð bættist Wales í hóp nýrra landa þegar Liverpool lék gegn T.N.S. og í kvöld fækkar þeim löndum sem Liverpool hefur mætt liðum frá um eitt. Það fer þó ekki svo að Liverpool leiki á ísraelsku landi í bili því seinni leikur liðanna mun ekki fara fram í Ísrael. Því miður leyfir óöldin fyrir botni Miðjarðarhafs það ekki. Enn er ekki vitað hvar leikurinn fer fram.
Tveir ísraelskir leikmenn hafa leikið með Liverpool í gegnum tíðina. Bakvörðurinn Avi Cohen lék með Liverpool frá 1979 til 1981. Avi lék 24 leiki og skoraði eitt mark. Sóknarmaðurinn Ronny Rosenthal, sem reyndar hóf feril sinn með Macabbi Haifa, kom svo til Liverpool undir vor 1990. Hann lék 97 leiki og skoraði 22 mörk fyrir Liverpool áður en hann yfirgaf félagið árið 1994. Báðir þessir ísraelsmenn urðu enskir meistarar með Liverpool. Avi leiktíðina 1979/80 og Ronny 1989/90.
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur