Rafel hrósar nýliðunum
Rafael Benítez var skiljanlega ánægður með nýliðana í liði Liverpool eftir frumraun þeirra í kvöld. Þrír leikmenn Liverpool þreyttu frumraun sína í liði Liverpool. Tveir þeirra skoruðu og sá þriðji var besti maður vallarins. Craig Bellamy jafnaði leikinn eftir að ísraelska liðið hafði náð forystu og Mark Gonzalez skoraði sigurmarkið þremur mínútum eftir að hafa komið inn sem varamaður. Þá voru aðeins tvær mínútur til leiksloka. Jermaine Pennant var svo besti maður vallarins. Hann átti stóran þátt í markinu sem Craig skoraði og hann var mjög góður á hægri kantinum. Rafael hældi markaskorurunum eftir leikinn.
,,Það var gaman fyrir okkur að sjá Mark Gonzalez skora og það var frábært fyrir hann og liðið að hann skyldi skora. Mark býr yfir miklum hæfileikum. Hann getur skorað eins og við sáum í kvöld og hann getur líka leikið á leikmenn. Það var líka mikilvægt fyrir Craig Bellamy að skora í sínum fyrsta leik og við verðum að vera ánægðir með sigurinn. Mark Gonzalez og Craig Bellamy eiga eftir að gefa okkur meiri möguleika á að skora mörk."
Það er alltaf gott fyrir nýliða að byrja vel og oft hafa nýliðar byrjað vel með Liverpool. En það hefur sjaldan gerst að þrír nýliðar hafi látið svona mikið að sér kveða í sínum fyrsta leik með Liverpool. Leikurinn í kvöld var því allt að því einsdæmi í sögu Liverpool hvað það varðar. Vonandi ná þeir þremenningar að láta áfram að sér kveða undir merkjum Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!