Steven Gerrard bíður spenntur eftir að takast á við Chelsea
Steven Gerrard, fyrirliði bikarmeistara Liverpool, bíður spenntur eftir að takast á við Chelsea enn eina ferðina. Liðin mætast í Cardiff á morgun í leiknum um Samfélagsskjöldinn og er það í ellefta sinn sem þau mætast á aðeins þremur leiktíðum. Í síðustu viðureign liðanna lagði Liverpool grunn að sæti í leiknum um Skjöldinn þegar liðið vann 2:1 sigur á Chelsea í undanúrslitum F.A. bikarsins.
,,Vissulega hlökkum við til að berjast við Chelsea. Þrátt fyrir að nokkur úrslit í æfingaleikjunum hafi ekki fallið okkur í hag þá höfum við undirbúið okkur vel á undirbúningstímabilinu og við hlökkum til að leika um Samfélagsskjöldinn núna um helgina. Þetta er fyrsti titill leiktíðarinnar og þó hann teljist ekki til stórtitla þá förum við aftur suður til Cardiff staðráðnir í að vinna leikinn."
Steven Gerrard hefur enn ekki unnið Samfélagsskjöldinn. Hann var meiddur og lék ekki með þegar Liverpool vann Skjöldinn 2001 eftir 2:1 sigur á Manchester United. Hann var svo í tapliði árið eftir þegar Liverpool tapaði 1:0 fyrir Arsenal. Vonandi fær hann tækifæri til að hefja Skjöldinn á loft í Cardiff á morgun.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna