| Sf. Gutt
TIL BAKA
Mikilvægt að vinna Skjöldinn
John Aldridge tryggði Liverpool Góðgerðarskjöldinn árið 1988 með því að skora bæði mörkin í 2:1 sigri á Wimbledon og þekkir því þá góðu tilfrinningu sem fylgir því að hafa þennan merka grip heim með sér eftir sigurleik. Írinn telur að leikurinn um Skjöldinn sé ekki merkingarlítill vináttuleikur og telur mikilvægt að vinna Skjöldinn til að byrja leiktíðina vel. Hann hafði þetta að segja um leikinn við Chelsea í mánaðarblaðinu The Kop.
,,Það er alltaf gaman að vinna Góðgerðarskjöldinn. Ég var alveg í skýjunum þegar við unnum Manchester United í Cardiff um árið. En það skiptir svo sem ekki máli hvaða lið lagt er að velli. Sigurinn einn og sér þýðir að ný leiktíð hefst á jákvæðum nótum. Ég veit að leikmenn eru enn um viku frá því að ná fullu þoli en það er mikilvægt að vinna svo stuðningsmennirnir geti gortað sig!
Stuðningsmenn Liverpool vilja yfirgefa Árþúsundaleikvanginn með það í huga að ,,við höfum unnið Chelsea aftur" og góða tilfinningu fyrir nýrri leiktíð í farteskinu. Þess vegna er þetta leikur sem skiptir máli. Þið getið verið viss um að Chelsea vill vinna leikinn eins og Liverpool. Þess vegna vona ég virkilega að við förum suðureftir og leggjum þá að velli."
,,Það er alltaf gaman að vinna Góðgerðarskjöldinn. Ég var alveg í skýjunum þegar við unnum Manchester United í Cardiff um árið. En það skiptir svo sem ekki máli hvaða lið lagt er að velli. Sigurinn einn og sér þýðir að ný leiktíð hefst á jákvæðum nótum. Ég veit að leikmenn eru enn um viku frá því að ná fullu þoli en það er mikilvægt að vinna svo stuðningsmennirnir geti gortað sig!
Stuðningsmenn Liverpool vilja yfirgefa Árþúsundaleikvanginn með það í huga að ,,við höfum unnið Chelsea aftur" og góða tilfinningu fyrir nýrri leiktíð í farteskinu. Þess vegna er þetta leikur sem skiptir máli. Þið getið verið viss um að Chelsea vill vinna leikinn eins og Liverpool. Þess vegna vona ég virkilega að við förum suðureftir og leggjum þá að velli."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan