Craig hlakkar til að leika á kunnugum slóðum
Craig Bellamy hlakkar til að spila á kunnugum slóðum á morgun. Hann hefur oftsinnis leikið á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff með landsliði Wales en nú spilar hann þar í fyrsta sinn með félagsliði og það er honum mikið tilhlökkunarefni. Ekki dregur það úr tilhlökkun hans að hann fær þarna tækifæri til að vinna sinn fyrsta titil og það með uppáhaldsliðinu sínu.
,,Ég er stoltur af því að vera frá Wales og þetta verður tilfinningaþrunginn dagur fyrir mig. Ég veit vel af rígnum milli þessara félaga en fyrir mig sjálfan þá verður það frábært að fá að leika í Cardiff. Ég hef oft spilað, hér í borginni, með landsliði Wales hvort heldur er á Árþúsundaleikvanginum eða Ninian Park þar sem ég lék minn fyrsta landsleik í byrjunarliði gegn Jamaíka árið 1998. En ég hef aldrei leikið hér með félagsliði. Það verður sérstaklega magnað fyrir mig að leika hér í Cardiff fyrir hönd Liverpool."
Vonandi heldur hin góða byrjun Craig Bellamy með Liverpool áfram á morgun en hann skoraði í sínum fyrsta leik gegn Maccabi Haifa á miðvikudagskvöldið. Craig fer svo eftir leikinn um Samfélagsskjöldinn við Chelsea til móts við landslið Wales sem spilar vináttuleik við Búlgaríu í Swansea á þriðjudagskvöldið.
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu