Spennan eykst
Það styttist í að leikmenn Liverpool og Chelsea gangi til elleftu hólmgöngu sinnar á þremur leiktíðum þegar barist verður um Samfélagsskjöldinn í Cardiff í dag. Liverpool er að leika um Skjöldinn í tuttugasta og fyrsta sinn og með sigri nær liðið yfirráðum yfir Skildinum í fimmtánda sinn. Liverpool hefur níu sinnum unnið Skjaldarleik og fimm sinnum deilt honum eftir jafntefli. Miðað við rimmur liðanna á síðustu þremur leiktíðum þá verður hart barist á Árþúsundaleikvanginum.
Liverpool hefur sína sterkustu menn til taks utan hvað þeir Robbie Fowler og Fabio Aurelio eru meiddir. Hnémeiðsli eru að angra Robbie og Fabio er meiddur á kálfa. Hjá Chelsea eru þeir Joe Cole og Petr Cech meiddir. Claude Makelele mun enn vera í sumarfíi. William Gallas er í ónáð og trúlega verður hann ekki með.
Liverpool fékk 24.000 miðum úthlutað og runnu þeir út eins og heitar lummur. Þetta er sami fjöldi og Liverpool fékk í sinn hlut fyrir úrslitaleik F.A. bikarsins í vor. Mikill áhugi er á leiknum hjá stuðningsmönnum Liverpool og hamagangur við miðasöluna, þar sem miðar á leikinn voru seldir, ollu því að byrjunin á leik Liverpool og Maccabi Haifa drógst á miðvikudagskvöldið.
Liverpool vann Skjöldinn síðast árið 2001 þegar liðið lagði Manchester United 2:1 að velli í Cardiff. Þrír leikmenn Liverpool geta unnið Skjöldinn í annað sinn í dag. Þetta eru Sami Hyypia, Jamie Carragher og John Arne Riise en þeir tóku þátt í sigurleiknum gegn Manchester United. Vonandi ná þeir öðrum gull verðlaunapeningi sínum í þessari keppni í safn sitt.
Rafael Benítez hefur lagt á ráðin fyrir leikinn með það að markmiði að færa Skjöldinn heim til Liverpool. ,,Chelsea hefur styrkt liðið sitt á nýjan leik og aftur eytt meiri peningum en nokkurt annað félag. En svona hefur það gengið síðustu þrjú sumur. Þetta er orðinn vaninn á hverju sumri en við munum senda lið til að berjast við þá mann fyrir mann. Það skiptir engu hversu miklum peningum þeir eyða. Þeir eru með góða leikmenn og það hefur ekkert breyst hvað að okkur snýr. Við vitum að við verðum að gera okkar besta til að vinna sigur."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!