Liverpool-Chelsea: Tölfræði
Leikurinn um Góðgerðarskjöldinn, eða Samfélagsskjöldinn eins og hann heitir núna, hefur verið árlegur viðburður frá árinu 1908 og yfirleitt eru það Englandsmeistararnir og bikarmeistararnir sem hafa mæst.
Frá 1908-1928 var þessi leikur milli deildarmeistaranna og suðurdeildarmeistaranna, eða milli úrvalsliða áhugamanna og atvinnumanna.
Þessi leikur var fyrst nefndur leikurinn um Samfélagsskjöldinn árið 2002 þegar Liverpool og Arsenal mættust á Þúsaldarvellinum. Arsenal vann þann leik 1-0 og skoraði Gilberto Silva markið í sínum fyrsta leik fyrir Arsenal.
Þetta verður 21. leikur Liverpool um þennan skjöld. Þeir hafa unnið níu leiki, tapað sex og í fimm skipti deilt skildinum.
Liverpool hefur sjö sinnum áður mætt liði frá London í þessum leik og aðeins tapaði einu sinni - framangreindum leik gegn Arsenal 2002. Þetta er í fyrsta sinn sem Liverpool mætir Chelsea í þessum leik.
Liverpool hefur aðeins einu sinni lent í vítakeppni í þessum leik. Það var árið 1974 þegar liðið vann meistara Leeds United eftir að leikurinn hafði endað 1-1.
Tveir leikmenn hafa skorað tvisvar fyrir Liverpool í leik um Góðgerðarskjöldinn. Terry McDermott skoraði tvö af þremur mörkum Liverpool gegn Arsenal 1979 og árið 1988 skoraði John Aldridge bæði mörk Liverpool gegn Wimbledon.
Liverpool vann fyrsta leikinn sem spilaður var um Góðgerðarskjöldinn á Wembley (1974) og líka fyrsta leikinn um þennan skjöld í Cardiff (2001 gegn Manchester United).
Aðeins fjórir sem spiluðu leikinn um skjölinn 2002 eru enn í liðinu; Jerzy Dudek, Sami Hyypia, Steven Gerrard og John Arne Riise.
John Arne Riise spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í leiknum gegn Man. Utd. um Góðgerðarskjöldinn 2001.
Liverpool hefur unnið síðustu 13 leiki sína í öllum keppnum sem er félagsmet. Síðasta liðið til að sigra Liverpool var Arsenal 12. mars.
Þetta verður sjötti leikur Chelsea um skjöldinn. Þeir hafa unnið hann þrisvar og tapaði tvisvar, þar af í vítakeppni gegn Mancherster United 1997.
Á síðasta tímabili unnu þeir skjöldinn í þriðja sinn með 2-1 sigri á Arsenal. Didier Drogba skoraði bæði mörkin.
Fjórum sinnum hefur leikurinn um skjöldinn farið í vítakeppni. Í öll fjögur skiptin hefur lið úr norðvesturhluta Englands komið við sögu - og það lið hefur alltaf sigrað.
Liverpool fékk á sig síðustu þrennuna sem skoruð var í þessum leik. Þá var það Eric Cantona sem skoraði hana með Leeds 1992.
Þetta er í ellefta sinn á tveimur árum sem Liverpool og Chelsea mætast. Liverpool hefur unnið tvo þeirra, en það voru líklega mikilvægustu leikirnir - undanúrslit í meistaradeildinni og enska bikarnum.
Chelsea tapaði tveimur síðustu leikjum sínum á síðasta tímabili - útileikir gegn Blackburn og Newcastle. Liðið hefur aldrei tapað þremur leikjum í röð undir stjórn Jose Mourinho.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!