Rafael ánægður með sína menn
Rafael Benítez var auðvitað ánægður með sína menn eftir að þeir höfðu unnið Samfélagsskjöldinn í dag. Hann hrósaði þeim líka eftir leikinn eins og þeir áttu skilið.
,,Ég er ánægður með framgöngu míns liðs og leikmennirnir voru frábærlega duglegir. Það er alltaf mikilvægt að vinna sigur gegn bestu liðunum og það er alltaf mikilvægt að vinna titil. Slíkt er mjög gott fyrir sjálfstraust liðsins. Við erum með betra lið og sterkari liðshóp en á síðustu leiktíð. Það er líka meiri hraði og kraftur í sóknarleiknum. Það gladdi mig mikið að sjá Peter skora. Það er virkilega mikilvægt fyrir hann að skora mörk því sjálfstraust sóknarmanna eykst þegar þeir skora mörk.
Mér fannst Momo Sissoko vera besti maðurinn á vellinum og hann var frábær. Hann hélt boltanum og spilaði honum vel. Momo hefur reynst okkur vera góður leikmaður. Þegar ég keypti Momo var það vegna þess að við þurftum meiri kraft á miðjuna. Hann veitir okkur þann kraft og hann spilar alltaf betur og betur."
Rafael vann í dag sinn fjórða titil með Liverpool. Samfélagsskjöldurinn vannst í dag og bættist á afrekaskrá Rafael hjá Liverpool með Evrópubikarnum, Stórbikar Evrópu og F.A. bikarnum!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!