Peter segir mikilvægt að vinna Samfélagsskjöldinn
Peter Crouch var hetja Liverpool í dag þegar hann færði Liverpool annan titil félagsins á árinu 2006 og yfirráðarétt yfir Skildinum í fimmtánda sinn. Margir telja leikinn um Skjöldinn litlu skipta en Peter er algerlega ósammála því. Hann telur leikinn til stórleikja sem mikilvægt sé að vinna.
,,Ég vil vinna til verðlauna og þetta er góð byrjun á leiktíðinni. Við vonum að þetta verði góð leiktíð. Fólk segir að það sé ekki mikilvægt að vinna Samfélagsskjöldinn en þegar maður sér stuðningsmennina og leikmennina þá áttar maður sig á því að það er mikilvægt að vinna þennan leik. Það er svolítill rígur milli þessara liða og það er magnað að ná svona snemma sigri á þeim. Við skulum ekki velkjast í neinum vafa. Þetta er stórleikur og hann getur án nokkurs vafa veitt okkur andlega hvatningu fyrir leiktíðina."
Peter skoraði sigurmarkið í leiknum eftir frábæra sendingu frá Veilsverjanum Craig Bellamy sem kunni greinilega vel við sig á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff. Peter var honum þakklátur fyrir þessa góðu sendingu sem skóp sigurmarkið.
,,Ég verð að hæla Craig því sendingin frá honum var frábær. Ég er baraþakklátur fyrir það að ég náði sendingunni."
Peter gat ekki byrjað leiktíðina betur. Sigurmark hans í dag færði Liverpool titil. Byrjun hans er því ólíkt betri en á þeirri síðustu þegar honum gekk ekkert að skora í fyrstu leikjum sínum með Liverpool. Hann er núna búinn að brjóta ísinn í markaskorun og ekki spillti fyrir að markið hans var sigurmarkið í leiknum!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!