Magnað mark!
Það hafa mörg glæsileg mörk verið skoruð í leiknum um Góðgerðarskjöldinn í gegnum tíðina. Markið sem John Arne Riise skoraði í Cardiff í gær fer örugglega í flokk með þeim allra fallegustu. Hann einlék upp völlinn frá sínum eigin vítateig og skoraði svo með þrumuskoti af um 25 metra færi. Norðmaðurinn sýndi þarna ótrúlega spretthörku og tímataka leiddi í ljós að það liðu aðeins fjórtán sekúndur frá því hann fékk boltann við eigið mark þar til boltinn lá í marki Englandsmeistaranna! Þetta verður að teljast frábær tími í sextíu metra spretthlaupi með bolta! Honum segist svo frá markinu.
,,Ég skoraði aftur gegn Chelsea í Cardiff en við unnum í þetta skiptið ólíkt því sem gerðist í Deildarbikarúrslitaleiknum. Markið kom eftir hornspyrnu þeirra. Ég fékk boltann og hélt áfram að hlaupa. Ég trúði ekki hversu mikið pláss ég fékk og ég hélt bara áfram. Þegar ég sá hylla undir markið var bara John Terry á móti mér til varnar og hann hélt áfram að bakka. Þá ákvað ég bara að skjóta því ég sá að ég hafði engan til að gefa á. Ég hitti boltann vel en ég hélt nú að markvörðurinn myndi verja skotið. Það var frábær tilfinning að sjá boltann hafna í markinu. Chelsea á frábæran árangur að baki í því að halda marki sínu hreinu og þeir verjast vel. Þess vegna var ég hissa á því að ég skyldi fá svona mikið pláss. Það var vel þess virði að reyna skot."
John Arne Riise hefur nú skorað þrjú glæsimörk gegn Chelsea á þremur leiktíðum. Hann kom Liverpool yfir í úrslitaleik Deildarbikarsins 2005 með sneggsta marki sem hefur verið skorað í úrslitaleik í þeirri keppni. Því miður dugði það mark ekki til sigurs því Chelsea vann leikinn 3:2. Norðmaðurinn skoraði svo fallegt mark beint úr aukaspyrnu gegn Chelsea í undanúrslitum F.A. bikarsins nú undir vor. Markið í gær var þriðja glæsimark hans gegn Chelsea og það lagði grunninn að því að Liverpool vann Skjöldinn.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!