Þar kom að því!
Það var ekki að undra að Eddie Kirkland skyldi smella kossi á konu sína í stúkunni á Old Trafford í gærkvöldi þegar sonur þeirra lék sinn fyrsta landsleik. Þau voru auðvitað stolt af syninum en fleira bar til. Um leið og Chris gekk inn á völlinn færði hann föður sínum 9.908.10 sterlingspund sem gera rúmlega 1,3 milljónir íslenskra króna!
Chris þótti strax sem strákur mjög efnilegur markvörður. Eddie pabba hans fannst tilvalið að taka áhættu með svolítið veðmál því það er jú hægt að veðja á alla skapaða hluti á Englandi. Hann og félagar hans lögðu 98,10 sterlingspund, hjá veðmálafyrirtækinu William Hill, á að Chris myndi leika fyrir enska aðallandliðið áður en hann yrði þrítugur. Upphæðin skyldi hundraðfaldast ef skilyrði myndu uppfyllast. Chris hefur nokkrum sinnum verið valinn í aðallandsliðið en aldrei fyrr tekið þátt í leik með því. Stundum komu meiðsli í veg fyrir að hann næði að spila og um tíma virtist sem erfið meiðsli myndu hugsanlega binda endi á feril hans. Eins dró úr líkunum að Chris var tvívegis lánaður frá Liverpool. Fyrst til West Bromwich Albion og svo til Wigan Athletic í sumar. En í gærkveldi rættist draumur Chris og fjölskyldu hans. Ekki það að Eddie fegni þessa álitlegu peningaupphæð heldur það að Chris náði loks að leika með landsliðinu.
Eddie sagði þetta um veðmálið eftir leikinn í gærkvöldi. ,,Ég var þess fullviss fyrir nokkrum árum að sonur minn myndi spila fyrir hönd Englands og hann gerði það í kvöld. Þetta var alveg frábært. Hann var þá 14 eða 15 ára og fjölskyldan mín, vinir og vinnufélagar veðjuðu hundrað sterlingspundum sem myndu hundraðfaldast og það gekk eftir í kvöld. Hann hefur rétta hugarfarið og hæfileika. Ég er innilega hamingjusamur fyrir hans hönd því hann verðskuldaði þetta sannarlega. Biðin hefur verið löng og ég vona að hann eigi eftir að leika marga landsleiki í viðbót."
Chris, sem gekk til liðs við Liverpool sumarið 2001, er enn samningsbundinn félaginu en verður í láni hjá Wigan Athletic á þessari leiktíð. Á heimasíðu Wigan var því slegið upp að Chris hefði verið fyrsti leikmaður félagsins til að leika með enska aðallandsliðinu. Chris er nú samt enn leikmaður Liverpool. En það á eftir að koma í ljós hvort hann mun nokkurn tíma leika fleiri en þá 45 leiki sem hann hefur nú leikið með Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur